Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Blaðsíða 80
78
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ölin, þau yrðu víst hræðilega sterk;
en hvað gerði það, ef henni aðeins
batnaði fljótt, svo það gæti orðið af
suðurferðinni í 'haust. — Ö, ef hún
aðeins gæti sofnað langan — langan
dúr, svo þreytan hyrfi —
“Æ, því slettirðu fiskinum svona
hart á börurnar, Bína!” Hún hrökk
saman og opnaði augun. “Mig var
víst að dreyma! — Sittu ekki svona á
blástokknum, pabbi. Sástu til báts-
• -v»’
ms ?
“Þeir geta varla komið fyr en með'
aðfállinu, Ijúfan imín.”
“Mér finst svo langt síðan læknir-
inn fór; og svo kann ieg svo illa við
mig í þessu rúmi. Því mátti eg ekki
vera á 'legubekknum, eins og vant
v»
er ?
“Mamma þín hélt, að það færi bet-
ur um þig í rúminu, á meðan þú ert
lasin.”
“Það fór ekki mjög illa um mig á
legubekknum, ef eg gætti þess að
liggja ekki í lautinni, sem er fremst í
honum. Þú skallt vara þig á hnúsk,
sam er hér um bil í miðjunm. Reyndu
að liggja fyrir ofan hann. Og togaðu
sængina vel yfir bakið á þér, veggur-
inn er svo kaldur. — Verst, hvað
bekkurinn er stuttur, þú verður að
liggja í hnipri. Eg vona mér batni
bráðum, svo —”
“Svona, svona, Iambið mitt, þú
mátt ekki reyna svona mikið á þig;
það er ekki holt að tala mikið, þegar
maður er lasinn, þú verður svo móð.”
Hann ræskti sig nokkrum sinnum,
snýtti sér, setti upp gleraugu, horfði út
um gluggann, seildist því næst eftvr
bögg'Ii, sem lá á borðinu - - sagði hálf-
hikandi — nærri einfeldnislega: “Eg
— eg er hérna með svolitla sendingu
til þín, sem — sem gamall karl sendir
þér — Davíð nokkur Ólason, ef þú
kannast við hann.” Hann kyngdi
nokkrum sinnum áður en hann gat
brosað; tók svo bók í snotru bandi,
og stakk henni undir vanga Bekku.
Það voru “Ljóð og kvæði” Guðmund-
ar Guðmundssonar.
Það brá fyrir gleðigeislum í augum
hennar, og roðinn jókst í kinnunum.
“Elsku pabbi! Lof mér að kyssa
þig!” Gleðin hafði ýtt svo hart við
veslings veika hjartanu, að hún átli
erfitt um mál.
Davíð kysti varlega á vanga henn-
ar, strauk um hönd hennar, endurtak-
andi: “Svona, svona, ekki að reyna
á þig.” Svo eftir örlitla stund, þegar
hún fór að anda reglulegar: “Eg hefi
hérna dugunarlítið meira.” Um leið
dró hann upp ofurlítið gull-plett
hjarta, dregið á svarta silkisnúru. —
“Og alt er, þegar þiænt er: Þessi
silkivasaklútur var sá eini, sem eftir
var hjá Slifsa-Kristínu.”
“Eg get nú ekkert sagt! En af
hverju gefur þú mér alt þetta núna,
paíbbi? Sumardagurinn fyrsti er löngu
Iiðinn!” 1 *
“Veit eg það. En tuttugasti og
fyrsti maí er ekki langt undan landi.”
“Afmælisdagurinn minn! Þá verð
eg átján ára, ef guð lofar mér að lifa.
Heldurðu að það séu nokkrar líkur til,
að eg verði þá komin á fætur
“Þa — það er ekki svo gott að
segja. Eg vildi að guð gæfi það.”
Hann horfði á rósina í gluggakistunni.
—“Á eg ekki að lesa svolítið fyrir
bigj*”
“Jú, helzt eitthvað um vorið og ló-
urnar.”
Hann byrjaði á “Vorvísur” (“Nú