Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 51

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 51
Eftir J. Magnús Bjarnason. Ashcroft er smábær í British Col- umbia og stendur við Kanada-Kyrra- hafsjárnbrautina, á syðri bakka Thompsons-fljótsins, réttar 204 mílur enskar frá Vancouverborg, og um eitt þúsund fet fyrir ofan sjávarmál. Bær- inn er langur og mjór, og er eins og honum sé smeygt líkt og fieyg inn á miili fljótsins og járnbrautarinnar. Hefir hann margt til síns ágætis, og ekki sízt það, að þaðan koma ein- hver hin beztu jarðepli, sem til eru í heimi, og draga þau r.afn sitt af bæn- um. Frá Ashcroft liggur akvegurinn, sem er farinn norður til Cariboo og Omineca-gullnámanna. Fara þaðan og koma þangað daglega stórar hesta- og múiasna-lestir, sem flytja ýmsan varning milli þessa bæjar og námanna. Landið umhverfis bæinn er mjög hól- ótt og þurt, en þó er þar töiuverð garðyrkja og kvikfjárræk.t. Haustið 1911 dvaldi eg rúman mánuð í Ashcroft og var íbúatala bæj- arins þá um 600 manns. Engmn Is- lendingur var þar búsettur um þær mundir, svo eg vissi. En ekki var eg búinn að vera þar marga daga, þegar flastum eða öilum bæjarbúum var orð- ið kunnugt, hvað eg hét, og hverrar þjóðar maður eg var. Samt hafði eg mjög lítið saman við aðra að sælda þann tíma, sem eg var þar. Eg hélt til í gistihúsi bæjarins og vann þar við ritstörf frá morgni til kvölds alla virka daga, en á sunnudögum gekk eg mér til heilsubótar og afþreyingar um hól- ana fyrir sunnan bæinn. Nokkrum dögum áður en verki mínu í Ashcroft var Iokið, kom ung- lingspiltur með bréf til mín frá manni, sem nefndist William Carson og átti heima rúmar fjörutíu mílur enskar fyrir norðan bæ:inn. Var bréfið þecs efms, að herra Carson bað mig að finna sig, áður en eg færi alfarinn frá Ashcroft, og dvelja hjá sér nokkra daga. Kvaðst hann hafa frétt, að eg væri Isfendingur, og langaði sig til að tala við mig um mikilsvarðandi mál- efni, er snerti íslending nokkurn, sem væri sér sérlega kær. En sjálfur kvaðst herra Carson ekki geta komið til Ashcroft og fundið mig, sökum þess, að hann hefði nýlega dottið af hestbaki og meitt sig allmikið innvort- ís. Bað hann mig að senda sér línu með bréfberanum og láta sig vita, « hvaða dag hann mætti senda mann og hesta eftir mér. Eg skrifaði herra Carson nokkrar Iínur með sendimanninum og gat þess, að eg væri fús á að heimsækja hann, þegar starfi mínu í Ashcroft væri lok- ið. Tiltók eg þann dag, sem hann mætti senda eftir mér, og hét því, að dvelja hjá honum tvo daga. — En áður en eg skrifaði bréfið, fann eg eiganda gistihússins að máli og spurði hann um þenna William Carson. Sagði hann, að herra Carson væri ríkur hjarðeigandi og mesti ágætismaður,.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.