Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 9

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Page 9
Máttuar oifíSsSims Eftir Kjartan Helgason. Ram-ísienzk saga. Einu smni kom skip af hafi til Nor- egs. Það var frá íslandi. Fyrir skip- inu réð maður, er Þorleifur hét. Hann var bóndason norðlenzkur, ættaður úr Svarfaðardal, en hafði alist upp á Reykjum í Miðfirði hjá Miðfjarðar- Skeggja. Þorleifur var skáld gott og margkunnandi, hafði numið margt í fornum fræðum bæði af föður sínum og fóstra. Þegar Þorleifur kom til Noregs, réð þar ríkjum Hákon Hlaðajarl. Þorleif- ur lenti skipi sínu í Vík austur. Þar var jarl þá staddur. Þorleifur gekk á land og hitti jarl að máh. Jarl tók hon- um vel og spurði tíðmda af Islandi. En svo lauk samtah þeirra, að jarl bað Þorleif að Iáta sig sitja fyrir öðrum um kaup á þeim vörum, er hann hefði til sölu frá Islandi. Þorleifur kvað sér aðra kaupanauta hentugri, sagðist og vona, að hann væri sjálfráður um það, hverjum hann seldi vöru sína. Jarli líkaði illa, er Þorleifur svaraði svo; en þó hálfu ver daginn eftir, er 'hann fréttir, að Þorleifur er kominn í kaup- staðinn og kaupslagar þar um vörur sínar við hvern, sem honum sýndist. Þá varð jarl svo reiður, að hann fór með fjölmenni til skips Þorleifs, lét ryðja skipið og rælna öllu því, er hon- um þótti fémætt, en brenna síðan skip- ið til kaldra kola. Félaga Þorleifs, er á skipinu voru, lét jarl taka og hengia. Þorleifur var ekki nær staddur með- an þetta gerðist, en kom að litlu síð- ar. Honum þótti köld aðkoman, en hann stilti sig vel og hafði fá orð um, kvað vísu: “Hrollir hug minn illa”, o. s. frv. Má heyra á vísunni, að honum er þungt í skapi og hyggur á hefndir. En þar var ekki við lamb að leika, er við Hákon jarl var að eiga, en sjálfur var Þorleifur umkomulaus og allslaus í ókunnu landi. Enda hafði hann eng- in ráð önnur en að hröklast burt í það sinn; fór suður til Danmerkur og var um tíma við hirð Danakonungs. En þegar leið að jólum næsta vetur, tók hann sér aftur ferð á hendur til Nor- egs. Hann tók á sig dularbúning, bjó sig stafkarls-gervi, batt á sig skegg og gekk við hækjur; hélt síðan beina leið heim að Hlöðum. Þar var þá veizla. Þorleifur gekk inn í höllina og settist meðal annara stafkarla, gerði þar ó- skunda og var harðleikinn, til þess að eftir honum væri tekið. Hákon jarl lét þá kalla þenna óróasegg fyrir sig og töluðust þeir við. Að lokum bað karl þess, að hann mætti flytja jarli kvæði, er hann hefði ort um hann. Það var honum leyft. Hefir karl þá upp kvæðið, en jarlinn situr og hlýðir á. Líkaði honum vel í fyrstu, þótti snjalt kveðið og lof um sig í hverri vísu. En þegar fram í sótti, tók jarli að verða óvært, og þótti lofið tvírætt, svo að það mætti eigi síður heita níð en lof. Kallaði hann þá til karlsins og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.