Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1921, Side 68
66
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKUISFÉLAGS ÍSLENDINGA
giasrækt og fóðurframleiðsla í land-
inu, sem landið á efni til, er bundin við
það, að notkun rafmagns verði al-
menn í sveitum á Islandi. Og fyrst það
er sannað, að ísland á gott gróðrarafl
í jarðveginum, og ótakmörkuð skilyrði
til að auka og bæta gróðraraflið, þá
er það þjóðarinnar skuld, en ekki
landsins, ef framleiðslan getur ekki
margfaldast og orðið vissari. Auk
þessa hefir ísland nóg rafmagnsaf'l til
reksturs járnbraufca, þó þær væru um
alt land, og til iðnaðarfyrirtækja, t. d.
verksmiðja til að vinna ullina, sjóða
niður 'kjötið og ef til vill fisk, til að
gera það að dýrari vöru og efla at-
vinnu í landinu. Við það eykst fólks-
fjöldinn og ríkistekjurnar aukast, svo
að þjóðfélagið fær meira fjárafl til að
hagnýta sér gæði landsins. Og mér
sýnist hyggileg og sí aukin rafmagns-
notkun vera einn ábyggilegasti horn-
steinninn undir svona gerðri þjóð-
félagsbygging.
Eg hefi kastað þessum athugasemd-
um fram til að sýna fram á það, að
ís'land sé ekki kostalaust land, eins og
ýmsir álíta, og eg vona að það sannist
æ betur, eftir því sem íslenzku þjóð-
inni vex starfsþróttur og víðsýni, og
þekking til að hagnýta kosti landsins.
Eg hefi enn þá trú, þó mér og fleirum
hafi mistekist búskapur á íslandi, að
það geti þrifist þar notasæll og skemti-
legur búskapur, ef alt það er réttilega
notað, sem landið hefir að bjóða. Ó-
höppin okkar, sem landbúnaðarlegt
skipbrot liðum þar, oftast meira að
kenna okkur sjálfum og “aldarandan-
um”, en kostaleysi landsins.
Þjóðin íslenzka þarf að hefja merk-
ið hátt og bera það fram með dugnaði
og varfærni í landbúnaðarmálum, eins
og í öðrum efnum. Efnamestu sveit-
irnar þurfa að ganga á undan með
góðu eftirdæmi, um það að nota raf-
magnið og auka grasræktina, og sýna,
hvað hægt er að gera í þeim efnum.
Fyrir þá, sem unna íslandi af alhug,
og það gera líka margir íslendingar,
sem í fjarska búa, er það gleðileg
hugsun, að landið hefir þá kosti að
bjóða, ef ékki skortir dug og hagsýni
til að nota þá til fulls, að hvert heimili
gæti haft rafafl til lýsingar, hitunar og
matvælasuðu, og öflin til þess geymast
víða ónotuð rétt að kalla hjá bæjar-
veggnum; og að landið hefir að bjóða
gróðrarmagn og gróðurauka. Magn,
svo að, væri það notað, þyrfti ekki að
slá nema ræktaðar, véltækar slægjur.
Þegar sú stund rennur upp, að hægt er
að líta yfir raflýsta bæi og rafhitaða
og rennislétt, ræktuð slægjulönd, þá
sæjust ekki börn og fullorðnir bláir af
kulda í húsunum í vetrar- og vornæð-
ingunum, né harðindin í högunum. Og
þá mundi rísa upp í landinu framtaks-
meiri og vonglaðari kynslóð, og “vaxa
meiðir, hvar vísir er nú”. Það tekur
marga tugi ára, jafnvel aldir, að koma
þessu í fullkomna framkvæmd. En
“það verður, ef þjóðin er sjálfri sér
trú” (St. Th.). Ef að þjóðin fer nú
að hefjast handa og stefnir í áttina,
og fylgir einnig í þessu efni síðasta
heilræði hins ástsæla foringja síns,
Jóns Sigurðssonar, að “halda horfi
meðan rétt stefnir”.