Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Qupperneq 52
1S
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
einhver rengdi þá, væri svarið:
Eg er Magyar. Það væri gaman,
að mega segja í sömu merkingu:
Eg er Islendingur. Yiljið þið
stuðla að því, hver um sig, að ís-
lendingar fái það orð á sig bæði
heima og heiman, að þeir ljúgi
aldrei, níðist aldrei á því, sem
þeim er til trúað, heitin þeirra séu
hetri en handsöl annara manna?
Giaman væri þá að vera Islend-
ingur.
Það eru mörg hönd og hömlur,
sem á oss liggja. Það er tamt Is-
lendingum og ættgengt, að una illa
böndum. Þau eru mörg, sem mega
slitna. Guð gefi oss sem flestum
Hagbarðsafl til að slíta þau, sem
slitna þurfa; þau, sem á oss eru
lögð illu lieilli. En sum eru líka
heilög og ómissandi. Þar á meðal
þau, sem þú liefir lagt á þig sjálf-
ur með orði þínu. Drengskapur
þinn liggur við, að þú rækir þau,
og drengskap þinn, sæmd þína, áttu
eigi að eins að meta meira en fé,
heldur meira en lífið sjálft. Það
var ekki sterkt eða ægilegt hand
hárlokkurinn, sem hendur Hag-
liarðs voru bundnar með. Það
virðist eigi heldur sterkt né ægi-
legt þetta band, sem þú leggur á
þig með orði þínu. Það er hægt
að slíta það. Það er mjúkt og smá-
gert eins og konuhár. Það verður
meira að segja ^að fara varlega
með það, svo að það slitni ekki.
Það er svo hægt að lofa einhverju,
borgun eða vinnu, í ákveðinn tírna,
og fást svo ekki um það framar.
Það er liægt að lofa, að drekka
aldrei vín, en þiggja það svo í
laumi, þegar það býðst. Það er
hægt að lofa þessum eða þessari
æfitrygðum í dag, og svo annari
eða öðrum á morgun. Já, það er
veikt þetta hand, auðgert að slíta
það, en það er nú samt sterkasta
handið sem til er á hvern sannan
sæmdarmann. Það er Siguýjar-
hárið, sem liann aldrei slítur.