Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Side 65
SJÚKRAHJOKRUN OG LÆKNING FORFEDRA VORRA.
31
Arnargall við blindu.
Að drekka sitt eigiö þvag á fastandi
maga er bezta ráð gegn svartadauSa.
Mannasaur volgur, drepinn í léreft og
hafSur sem plástur, dregur fljótt
úr sviSa við heimakomu.
Askan af brendum músasaur blönduS
sápu, er ágætt smyrsl viS geitum.
Þannig er rakin runan af lioll-
ráðuni vig liverjum sjúkdómnum
eftir annan blaÖsíðu eftir blað-
síðu bókina á enda. (Sjá P. A.
Scheisner: Island fra et lægevi-
denskabeligt Standpunkt, Kbli.
1849).
“Eeynið alt, prófið alt. ” Lækn-
ingabækurnar gömlu sýna það
einna bezt, live trúlega þessu boði
postulans hefir verið fylgt. —
Lyfjabúðir voru í gamla daga
strjálar og þá þektust ekki þau
mörgu handhægu lyf, sem nú eru
orðin almenningseign. Þá varð
liver að hjálpa sér sem bezt hann
gat og notast við það sem var næst
fy rir hendi. Menn reyndu munn-
vatn sitt til að græða sár, sömu-
leiðis hor úr nösum, tárin, eyrna-
merginn (hefir enn orð fyrir græð-
andi kraft meðal alþýðu). Þá var
notað þvagið, ýmist nýtt og volgt
og ýmist til inntöku eða böðunar,
en við þrálátari illkynjaða sjúk-
dóma dugði ekki nema stæk keita.
Þannig var haldið áfram að prófa
alla hluti sem næst voru. Og
þegar afurðir mannlegs líkama
voru reyndir og máske léttvægir
fundnir, þá var leitað til alidýr-
anna, hunda, katta, o.s.frv., og öll
þeirra innýfli og úrgangsefni
prófuð. Síðan var haldið til dýra
merkurinnar og fugla himinsins—
jurtanna í hlaðvarpa og túni og
síðan út um liaga og fjöll. Þegar
eitt brást, þá var að prófa annað.
Og heilsan var mikils virði. Þess
vegna ekki horft í kostnað og fyr-
irhöfn. Grat þó stundum verið erf-
itt að ná í arnargall eða annað
þess konar dýrmæti.
Homoeopata lækningarnar voru
áreiðanlega framför frá þessum
hindurvitnum og nú breiddist óð-
fluga út trúin á liomoeopata og'
þeirra afrek. En sfi trú fjaraði
brátt með vaxandi þekkingu fólks-
ins, fjölgandi læknum og yfirsetu-
konum, sem gengið höfðu í betri
skóla en áður var völ á. Læknis-
fræðin hafði eftir miðja öldina
þroskast og endurskapast liraðari
fetum en nokkru sinni áður.
Pasteur, Lister, Virchow, Simp-
son o. fl., liöfðu flutt heiminum
ný sanndindi og gefið læknum nýj-
an skilning, ný lyf og verkfæri í
hendur til hjálpar sjúklingum.
Heilbrigð skynsemi og raunvís-
indastefna var komin til valda í
stað kerlingakreddna og fimbul-
fambs.
Til útrýmingar lijátrú og liind-
urvitnum í lækningum gagnar lít-
ið annað en “tákn og stórmerki”.
eins og að “blindir fái sýn, haltir
gangi og líkþráir hreinsist.” Þau
tákn og stórmerki fekk fólkið, þeg-
ar þeir læknar komu til sögunnar,
sem lært liöfðu Listers lieillavænu
varúðaraðferð við skurði og til-
einkað sér aðrar merkustu nú-
tímaaðferðir í lækningum. Björn
Magnússon augnlæknir, Guðmund-
arnir þrír, Magnússon, Hannes-
son og Björnsson og síðar Sæ-
mundur Bjarnhéðinsson o. fl. liafa