Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Síða 72
38
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLBNDINGA.
sem á ný þyrfti að gróðursetja í
heimamoldinni, og til þess það
mætti takast, þyrfti að nota fyrir
þau sérskildan reit — fyrst um
sinn.
Sumar mundu þroskast vel—
aðrar illa.
En gróðursetningin sú, er starf
lieimabarnanna, og það verk yrði
að vinnast af samúð þeirri og al-
úð, sem ástin ein og göfugur skiln-
ingsþroski hefir yfir að ráða.
VII. Svikarinn.
Móðir!
Heyrir þú sætan róm svikarans
sem svíkur þig með kossi?
Sjá! hann gengur í erlendu
kauphöllina með gullhörpu Hall-
gríms prests Péturssonar í annari
hendi og silfurklukku Jóns bisk-
ups Vídalíns í hinni.
Sjá! hann felur eitthvað undir
skikkju sér.
Hann óttast að undirmenn sín-
ir sjái ])að áður en hann lógar því.
Þessi er sá, er fólk kirkju þinnar
smurði með svitadropum sínum,
og gaf honum seinasta olíudrop-
ann af lampa sínum, svo að hann
gæti látið ljósið þitt skína sem
skærast.
Hann stendur hjá möngurunum
og- skiftir á gripunum.
Fy rir gullliörpuna fær hann
hljómvél, sem spilar enska valza.
Silfurklukkuna selur liann af
liendi gegn uppboðshamri, er nota
skal þegar sálir safnaðanna verða
seldar.
Flóttalega lítur liann í kring um
sig og fálmar með hendinni í barm
sér.
Undan skikkju sinni dregur
liann fram Ættartanga foringj-
ans fallna og framselur liann.
Á móti fær hann lieljarmikla
langsög, sem á að fletta sundur
þjóðbjörk þinni vestra—að endi-
löngu.
Þótt sög'in sé þung, þá veit hann
að þrælshöndin útrétta tekur í
hinn endann fúsum flónshuga.
Móðir!
Ormarnir víkkuðu út liolur sín-
ar í gær og hlaða upp moldinni í
dag.
En út í næturroðanum býr liin
eilíf-unga sál morgundagsins,
dóttir vors alstjórnanda guðs, og
speglar alt í djúpi augna sinna.
Lævísi Loka notaði blinds
manns hendur að bana Baldrí.
En hver rís glæsilegar up]) úr
myrkurdjúpi aldanna en hann?
Lævísi liöfuðprestanna notaði
fégirnd fátæks manns að bana
Ki’isti.
En hver hefir af holdi verið bor-
inn í þennan heim, sem dýrðlegri
liefir orðið drottin mannanna en
hann ?
Móðir!
Þótt guðamáli þínu yrði steypt
fyrir ætternisstapa, borið út á
hræsibrekkur og vélað eftir refil-
stigum, þá myndi það æ fegurra
upp rísa eins og gTiðbræðurnir
Kristur og Baldur, og endurspegl-
ast í sál morgundagsins.
Sá sem býr þér ormagröf lævísi
og svika, móðir, mun falla sjálfur
í þá gröf og—aldrei upprísa.