Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Side 74
Nýársvísur.
Kvednar af Guðrúnu Þórðardóttur
frá Valshamri.
1.. Ó, þið eðla vinir,
eydrotningar synir,
viknir nú til Vesturheims;
krýnist frelsi og friði,
fársældar á miði,
hverfi hríðin angur eims.
2. Arið okkur kveður
óskum beztu meður,
himinljóma kraftur klár
okkur auðgi og lúessi,
ávaxti og hressi,
manna’ er græðir rnein og sár.
3. Lærdóms ljósið bjarta
li'fi í ykkar hjárta,
sem að kveikti sonur Guðs,
lífs á lentum vegi
líkt á nótt og degi,
evðist myrkur ófögnuðs.
4. Kempur konungbornar,
hvergi hreysti horfnar,
geymið fagurt feðra mál
frelsi undir fríðu,
í frosti og sólarblíðu,
dugur fjörgi fjör og sál.
5. Ef að ama grýlur
ykkur senda pílur
og að berast efnin vönd,
allir um það biðjum
áuauðar úr viðjum
okkur leysi herrans liönd.
6. Ó! þið eðla vinir,
eydrotningar synir,
undir fögrum frelsis krans
standið brynju búnir
burt úr ánauð flúnir,
skrýddir merkjum skaparans.
7. Kristí krónu ljóma
krýnist, æru og sóma,
þessu nýja ári á.
Bræður og blíðar systur,
bið eg herrann Kristur
ykkur veri öllum hjá.
\