Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Síða 78
44
TIMARIT bJÓDRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
míns, en Jean heitir í liöfuðið á
föður rnínum.”
Og frú Eskford leit brosandi til
sonar síns.
“En hvaða atvinnu stundaði
maðurinn þinn!” spurði eg.
“Hann var lærður trésmiður,”
sagði frú Eskf ord, ‘ ‘ en hann komst
í þjónustu stóra gufuskipafélags-
ins í San Francisvo, strax og liann
kom þangáð, og var í þjónustu
þess þangað til að liann dó. — Þeg-
ar félagið sendi hann hingað til
Hónólúlú, voru laun hans hækkuð.
Og síðasta árið, sem hann lifði,
veitti félagið Jean syni okkar,
skrifaraembætti á aðal-skrifstofu
félagsins hér, og því embætti held-
ur liann eins lengi og hann vill og
heilsa hans leyfir. — Við eigum
húsið, sem við búum í, og aldin-
garðinn líka. Svo ekki er annað
hægt að segja, en efnaliagur okk-
ar sé góður, og er það mikið því
að þakka, hvað maðurinn minn
kom sér vel við húsbændur sína,
og livað hann var reglusamur og
hagsýnn. ’ ’
“Vildi liann ekki kenna þér ís-
lenzku f” sagði eg og leit til herra
Eskfords.
“Faðir aninn vildi kenna mér ís-
lenzku,” sagði liann, “en hann
hafði jafnan fáar tómstundir, og
svo var eg ekki námfús. En ham.
sagði mér margt um þjóð sína og
bókmentir; og eg las margar af
gömlu sögunum á ensku.”
“Ef til vill var það mér að
kenna, að börnin mín lærðu ekki
íslenzku,” sagði frú Eskford, “því
að eg lét það í veðri vaka við
manninn minn, að ef hann færi til
að kenna börnunum okkar ís-
lenzku, þá byrjaði eg líka að kenna
þeim frönsku, og útfallið varð svo
það, að börnin lærðu ekkert mál
annað en ensku. ”
“Eg heyri það samt á öllu,”
sagði eg, “að hann hefir verið góð-
ur Islendingur. ’ ’
“Já, hann vildi ávalt vera Is-
lendingur,” sagði frú Eskford.
‘ ‘ Og einu sinni spurði eg hann, því
hann kallaði sig ekki Norðmann
fremur en íslending. En hann
kvað það fjarri öllu réttu, því að
hann sagðist vera íslenzkur, en
ekki norskur; og hann kvaðst ein-
mitt vera stoltur af því, að vera
Islendingur. — Eg man, að eg
gladdist af þessu svari mannsins
míns, og mér fanst hann vera
meiri maður eftir en áður. ”
Rétt í þessu gekk Sigrún inn í
næsta herbergi, en liún kom að
vörmu spori aftur og hélt á stórri
mynd.
“Þetta er myndin af föður mín-
um,” sagði Sigrún og rétti mér
myndina. “Faðir minn var um
fertugt, þegar þessi mynd var tek-
in. ’ ’
Mér var starsýnt á þessa mynd.
Hún var slcýr og vel tekin. Hún
var af manni sýnilega ljóshærð-
um, á bezta aldri, hraustum og
glaðlegum, góðlegum og greindar-
legum — manni, sem hafði kjark
og staðfestu í ríkulegum mæli
— manni, sem þar að auki hafði
öll þau einkenni, er auðkenna sann-
an Islending frá annara þjóða
mönnum.
“Þú manst það víst,” sagði
herra Eskford, þegar eg var bú-