Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Page 79
ERFDAFÉÐ.
45
inn að skoða myndina, “að eg
mintist á það við þig í dag, þegar
eg lagði á stað með þig kingað, að
eg liefði tekið þrjá íslenzka gim-
steina að erfðum.”
“Já, eg man það glögt,” sagði
eg.
“Faðir minn var góður Islend-
ingur,” sagði herra Bskford, “og
lionum var það áhugamál, að af-
komendur sínir vissu af hvaða
hergi þeir væri brotnir; og hann
vildi að einhverjir alíslenzkir hlut-
ir gengi að erfðum í ætt hans í
þessu landi um margar ókomnar
aldir. Og nokkru áður en hann dó,
fékk liann okkur systkinunum þrjá
íslenzka hluti, og bað okkur að
geyma þá sem helga dóma.”
“Og. það munu vera íslenzkar
bœkur,” sagði eg, “að líkindum
Eddurnar og einhver íslendinga-
sagan, eða þá Passíusálmar.”
“Nei, þarna skjátlar þér,” sagði
lierra Eskford hrosandi. “Faðir
minn vissi vel, að afkomendur sín-
ir mundu hvorki tala né lesa ís-
lenzku, og að íslenzkar bækur
mundu því ekki halda við hjá þeim
nægilegri ást og trygð til liins ís-
lenzka þjóðernis. — Þar að auki
eru Eddurnar, Islendingasögurn-
ar, Passíusálmar og ýms önnur
norræn og íslenzk rit löngu þýdd
á önnur tungumál, og má því segja
að öll þau rit séu nú orðin eign
allra mentaðra þjóða. Eddurnar
eru, til dæmis, sameiginleg etgn
allra norrænna og engilsaxnéskra
])jóða, þó íslenzka þjóðin hafi tek-
ið þá gimsteina að erfðum, liafi
geymt þá, og slípað þá og fægt, svo
að bjarma liefir lagt af þeim um
heim allan. — En til þess samt, að
njóta til fullnustu hinnar djúpu
speki, miklu snildar, og skáldlegu
tilþrifa, sem Eddurnar liafa á
hverri blaðsíðu, þarf maður að
þekkja norrænu til hlítar. —ís-
lenzk alþýða skilur ekki norramu
svo vel, að hún skilji Eddurnar
mikið hetur en við, sem lesum inni-
liald þeirra í enskri þýðingu.
Þetta var áiit föður míns; og þess
vegna eru það ekki bæhur, sem
hann bað okkur, börn sín, að geyma
til minningar um þann kynstofn.
sem við erum komin af. Heldui
er erfðafé þetta þeirrar tegundar,
að enga sérstaka tungumála-kunn-
áttu þarf til þess, að geta metið
það réttilega og — notið þess. Og
um leið er það alíslenzkt, og enn
þá ram-íslenzkara en Eddurnar og
sjálfar Islendingasögurnar. Og á
meðan þeir gimsteinar þrír geym-
ast í ætt okkar, mun hún telja sér
sæmd af því, að vera af íslenzkum
uppruna.”
“Og hverjir eru þessir þrír ís-
lenzku gijnsteinar?” sagði eg.
“Eí þu vilt gjÖra svo vel, og
ganga með okkur út í sunlúi’skál-
ann, skal eg sýna þér íslenzkti gim-
steinana, ’ ’ sag'ði herra Eskíoi’d.
Eg sagðist vera meir en fús til
þess.
Við stóðum öll upp og gengum
út í aldingarðinn, sem hæði var
mikill og fagur. Sumarskálinn
stóð þar niður við sjóinn. Smáar
öldur gjálfruðu þar við sandinn,
rétt fyrir framan, og dálitlar gus-
ur gengu við og við þétt upp að
húsinu, og vindurinn bar úðann
inn í aldingarðinn, því að vindur