Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Side 87
OT VID FLÆÐARMÁLIÐ.
53
fjör.” Þannig- g-ambraði bann og
gældi við “litlu sína”. “Já, liús-
bóndinn má sjá aftan undir Lárus
Lárusson, þegar þessi er tæmd;
bann Lárus skal ekki fara á val-
hoppi upp í ásana, hann skal fara
á góðgangi, liann skal skeiða upp
ásana.” -—■ Líklega hefir kaffið
verið sjóðandi, því að seint lækk-
aði í skálarkrílinu. Mér fanst sú
lækkun eins og fjara væri á ferð-
inni eða útfall, þegar beðið er við
forvaða á aftni dags. En loksins
sá í botninn. Seinast hvolfdi karl-
inn skálinni svo að segja á munn
sér, hallaði höfðinu aftur á bak,
svo að andlitið vissi upp og loks-
ins brá hann efrivararskegginu í
munn sér og saug kampinn. Svo
rétti hann eldabusku skálina og
lét fylg.ja “guðsást og guðlaun”;
leit um leið í pottinn og mælti:
“Þetta er ljómandi afrás, en
það blessað flot. Á því hefði eg
sopið, ef sú litla mín væri ekki á
undan gengin svo rausnarlega, en
í kvöld sýp eg á flotinu.” Og nú
lallaði hann út og leit í allar áttir
og upp í molluloftið lengst. Þá
segir hann: ‘ ‘ Og ekki liggur nú
lífið á, það snuddar í holtin og
liann lafir uppi í dag, lafir uppi þó
að hann hangi niðri með ólund-
ina. ” Svo lötraði Lalli í áttina
til kindanna, á engum öðrum
gangi en sínum vanalega seina
gangi. ’ ’
Þá skaut eg fram í: “Hann
hefir verið ratvís eins og hestur.”
“Já, á þessum stöðvum, það var
hann. Annarsstaðar reyndi lítið
á ratvísi hans, var ekki liafður í
sendiferðum, ekki til þess fall-
inn.”
“Og þú liefir látið hann einan
um fjárgeymsluna æfinlega!”
spurði eg.
“Svona liér um bil. Þú heyrir
nú framhaldið, svona með hægð-
inni, vona eg. Nú geng eg inn í
baðstofu og tek Árbækurnar, og
opna. Eg leit í bók á hverjum
degi eitthváð, þegar gestalaust
var og ekkert sérlegt um að vera.
Nú kem eg niður á frásögn um
fjárskaða-hríð, þar sem svo seg-
ir: “Skall á stórhríð um miðjan
dag með ofsaveðri, frosti og fann-
komu, og urðu fjárskaðar víða;
liafði verið kyrt fyrri hluta dags
og ekki auðráÖin gáta liversu skip-
ast mundi veðrið. Láu sauðamenn
líti sumir og kól þá til örkumla;
en sumir náðu beitarhúsum við ill-
an leik og höfðust við í þeim um
nóttina . Héldu svo lífi.”
Mér rann kalt vatn milli skinns
og hörunds, brá þannig við, skelti
saman bókinni og leit út í glugg
ann þannig, að eg rak ennið í liél-
aða rúðuna. Þá kom mér í hug
draumur, sem mig dreymdi næst-
liðna nótt, og var á þá leið, að eg
þóttist. sjá framliðinn föður minn.
en mig dreymir hann sjaldan, og
þá er ilt í vændum, er hann birtist
mér. Nú strauk liann hvítt skegg-
ið, en skeggið var ekki svo á litinn,
né varð hæruhvítt. Alt í einu rek-
ur hann skeggið framan í mig og
kendi eg kuldann af og þótti mér
sem það væri hélustrokið. Við það
vaknaði eg og var draumurinn
ekki lengri. Nú skildi eg, eða þótt-
ist skilja ástæðuna til óróans, sem
í mér var þenna dag, að óveður
vofði yfir. Því er svo liáttað
stundum, að hangir oss hjör yfir