Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Page 89
OT VID FLÆÐARMALID.
oo
í kófinu. Lausamjöllin varð í eiuu
uppnámi og- öll á valdi stormsins.
“Lalli liefir kannast við svona
kveðjur, ” mælti eg-.
“ Já, víst hafði hann áður komist
í faðm stórhríðar og verið lagður
á hvítt og kalt brjóst. En þó brá
honum nú í brún og líklega hefir
það gert liann berskjaldaðan, að
ráðin voru tekin af honum. Hann
kom til mín fálmandi og grenjaði:
“Þetta er mannskaða hríð; hel-
vítis fjárskaða hylur, húsbóndi!”
Eg þreif í öxlina á honum og kall-
aði upp í hann: “Farðu fram með
liópnum og sjáðu um, að Fori
slíti ekki sundur hópinn; þá er úti
um okkur og liópinn, ef liann slepp-
ur, ef hann sleppur!” Lárus þaut
móti veðrinu og hvarf um leið, og
eg hamaðist á eftir og kring um
féð, lióaði og barðist um, því alt
vildi undan snúa og hama sig. En
svo vildi vel til, að færið var all-
gott og heint að sækja í veðrið.
Skepnurnar láta sig lirekja meira,
ef á hlið stendur fárviðri, en ef
móti blæs. Enn varð það til hjálp-
ar, að hundur Lalla, sem annars
fvlgdi honum, lagðist nú á sveif
með mér. Seinna vissi eg, að Lalli
skipaði honum það.”
“ Og þið hafið náð húsinu með
hverja klauf ?” spurði eg.
“ Já, húsinu náðum við. En svo
var veðurha'ðin, að yfir tók brim-
hljóðið veðurhvinurinn. En sæ-
rokið fauk í land með hríöinni og
hi-asaði fyrir andlitin með frost-
inu og fannburðinum.—En Þegar
við vorum búnir að hýsa hópinn.
segi eg við Lalla: “Nú skall hurð
nærri hælum, laxi.” Þá brosti
hann, og það hros er mér í minni:
“ Já, Fori bjargaði liópnum. llann
reyndist vel. ”
Karlanginn, hann vildi ekki
kannast við, að eg hefði bjargað
fénu.
“Já, forustusauðir eru metfé,”
svaraði eg, “en í þetta sinn þurfti
tvo menn, og helzt þrjá.”
“Og lmnd, og lmnd!” svaraði
Lalli, “ góðan fjárhund. Eg skip-
aði honum til þín, Snata mínum,
og hann skildi og hann gegndi
mér. ’ ’
Svo skifti eg um ræðuefni, eða
ætlaði að skifta; spurði karlinn,
livort við ættum að freista ham-
ingjunnar og reyna að ná bænum.
Veðrið var nærri óstætt og myrk-
ur hríðarinnar eins og mest getur
orðið.
“Það er nú ratandi heim,” svar-
aði hann. “En mér þykir heldur
snemt að fara, heldur snemt, eg
kann ekki almennilega við það, að
láta inn áður en skyggir. ”
Eg skildi Lalla. Hann kom
aldrei lieim fyrri en í myrkri, þess
vegna sagði eg: “Vildir þú, að
féð væri enn þá upp um ásana?
Ertu enn óhræddur við aðfarirn-
ar?”
Þá gneggjaði karlinn í hálfum
lilátri og mælti:
“Það er gott og blessað, að féð
er komið inn; og lii’æddur var eg í
dag urn útlitið. En eg kann ekki
við að taka féð í björtu af beitinni
og- láta það inn; kann ekki við það.
En bæinn ætti eg að finna, þó að
eg þyrfti að skríða og bundið væri
fyrir glyrnurnar. ”
“Kai'l hefir haft til að raupa,”
nxælti eg við öldunginn.
Hamx svaraði: