Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Page 119
Að leikslokum.
Eftir Guðiiinu H. FiniisdóUur.
Walker leikliúsið stóð alt upp-
ijómað og prýtt. Það glitraði og
glóði rit í náttmyrkrið eins og
töfrahöll í æfintýri. Það var líka
mikið um dýrðir í kvöld. Þar átti
að sýna og syngja hinn nndur-
fagra söngleik Wagners, Lohen-
grin,-—leikinn, sem öllum fremur
hrífur áheyrandann inn í undra-
lönd þjóðsagna og söngva. Fólkið
streymdi að úr öllum áttum. Bif-
reiðarnar ruddust blásandi og
blístrandi í gegn um þröngina upp
að gangstéttinni framan við aðal-
dyr liússins.
Þar sló svo mannfjöldanum
saman, og allir tróðust áfram með
hægð að leikliúsdyrunum. Þar
ýttu sér áfram lilið við hlið ríkis-
fólk, klætt silki og safala, og fá-
tæklingar, klæddir snjáðum vað-
málsfötum. Allir voru jafningjar
þessa stuttu leið og nreð sama tak-
mark fyrir augum: að komast i
sæti sín í tíma. Yfir gangstéttina
og- að dyrunum náði þetta jafn-
rétti, en heldur ekki lengra. Þar
skildu vegir aftur og fólkið skift-
ist eftir verðmati, eftir því hvað
hver og einn var fær um að borga
fyrir sætið sitt. Sauðunum var
skipað til hægri og höfrunum til
vinstri eins og áður. Þeir útvöldu
hurfu inn um aðaldyrnar, inn í
marmara forstofuna, gengu eftir
þykkum, mjúkum gólfábreiðum inn
aðal húsið niðri og voru leiddir til
sætis í flosfóðraða fjaðrastóla
rúmgóða og þægilega, eða í hliðar-
stúkurnar, sem var nú lang fínast,
enda sitja þar aldrei aðrir en
liefðarfólkið, er gefur þannig al-
þýðunni allra náðarsamlegast kost
á að horfa á sig. — En hinir, sem
fóru inn um liliðardyrnar, klifr-
uðu stiga eftir stiga, þar til þeir
voru komnir upp í efstu hæðir
hússins. Þar eru gólfin ber og
sætin liarðir trébekkir. Hver varð
að láta sér nægja, að sitja þar í
röð eins og kindur á jötu og taka
því með þolinmæði, að vera troðið
um tær eða fá olnbogaskot frá
næsta nágranna, og svo hverju
öðru, sem að þeim barst.-—Þó var
eitt, sem bætti úr þessu öllu.
Hljómurinn barst þangað upp,
jafnvel betur en um húsið niðri,
barst til hæða eins og lionum er
eðlilegt, hvað sem skrautinu og
verðinu á sætunum leið.
Húsið var troðfult upp í rjáfur.
Fólkið talaðist við í lágum róm, en
kliðurinn líktist þung-um, fjarlæg-
um sjávarnið. Þarna var á öllurn
tungum talað, enda var þar saman
komið fólk frá öllum skautum jarð-
ar, — loðmæltir, óhreinlyndislegir
Gyðingar, feitir og hláturmildir
Italir, kvikir og masandi Frakkar,
þunnleitir og liæglátir Englend-
ingar, kringluleitir, flatnef jaðir og
þunglyndislegir Rússar, bjartleit-
ir og bláeygðir Norðurlandamenn,
kolsvartir niðjar hinnar foru Ethi-
opíu, sem þrátt fyrir nýja tungu
og siðu, eru enn og verða svartasti
bletturinn á menningarsögu Norð-