Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Side 124
90
TIMARIT hJÓDRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
framt því sem lcaupið hækkar,
heimtar það styttri vinnutíma.
Og því styttri sem vinnutíminn
verður, því meira svíkst það um
og verÖur kærulausara. Sjálfs-
ábyrgð, samvizkusemi eða áhugi
fyrir vinnunni þekkist ekki leng-
ur.”
‘ ‘Þetta er að eins þín liliÖ á mál-
inu. En þekkir þú nóg-u vel kjör
verkamannsins og hefir þér nokk-
urn tíma komið til hugar, að fyrir
þeim flestum er öll æfin vinna,
þreyta, svefn. ÞaÖ er öll tilveran,
meS naumindum að fá haldiS
saman líkama og sál. Eins lengi
og okkur sjálfum líSur vel, kemur
eymd annara okkur ekki við.
Lauslega og í fjarlægð vorkennum
við þeim sem t.d. deyja úr hungri
og harðrétti og erum kölluð hjarta-
góS fyrir. En ef það kemur ó-
þægilega nálægt okkur, verður lít-
iS iir meSaumkuninni. ”
“Þetta er óþarflega hörmuleg-
ur uppdráttur hjá þér. FólkiS
hefir nógu hátt kaup til að geta
lifað g'óSu lífi. En nú vill það
ráSa öllu, setja okkur vinnuveit-
endum stólinn fyrir dyrnar; við
eigum aS hlýSa þeirra boSum og
hanni. En þaS sýnist ekki taka
með í reikninginn, aS iSnaSur og
framleiðsla í landinu hvílir á lierð-
um vinnuveitenda, og þeir þurfa
aS halda öllu svo í jafnvægi, að
tekjur og útgjöld, að minsta kosti,
standist á. ViSskiftalífiS verSur
að byggjast á virkileika, en ekki á
tómum draumum og' fegurðar hug-
sjónum.” —
“Fyrst eru þó draumarnir, og
næst er að koma þeim í fram-
kvæmd. Hafa ekki mennirnir öld
eftir öld, veriS að kenna liver öðr-
um þessa setningu, sem tekur öll-
um jafnaðar kenningum fram:
“Það sem þér viljið aS mennirnir
geri ýSur, það skuluð þér og þeim
gera.”—Þegar til framkvæmdanna
kemur, aS breyta eftir þessu, er
henni stundum snúið þannig: Það
sem þér ekki viljið að mennirnir
geri ySur, þaS gerið þér þeim.
En þó er bót í máli, að eins lengi
og smælingjarnir eru ofsóttir,
verður til drengskapur og mann-
úð, sem hefst handa, en það kost-
ar ávalt stríS, stríð af einhverri
tegund, og verkfallið núna er ein-
mitt eitt af þeim.”
“BlessuS minstu eldíi á dreng-
skap og rnannúS. Ef þú heldur að
verkamanna leiðtogarnir séu aS
þenja sig af mannkærleika, ertu á
rangri skoSun, þeir eru að skara
eld aS sinni köku. Þarna gafst
þeim tækifæri aS slá sér upp á því,
aS þykjast vera frelsispostular,
— æsa lýSinn til aS ná hylli og
pólitisku fylgi. HvaS hafa þessir
menn, sem blása liæzt, gert fvrir
fólkið?”
“MikiS! — Hvernig voru kjör
verkafólksins áður en verkamanna-
félög voru mynduð ? ÞaS átti alt
undir harðstjórn eSa þá göfug-
mensku vinnuveitenda. ’ ’
“Já, og nú er verkalýÖurinn að
sýna göfugmensku sína, hótar öllu
illu, ef ekki er gert alt, sem þeim
þóknast, og vita þó um ástandið í
landinu núna. ÞaS er ekki frítt
viS, aS maður missi tiltrúna á ráð-
vendni, sómatilfinning og göfug-
mensku fjöldans.”