Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Blaðsíða 136
102
TÍMARIT bJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA.
líka menn úr öðrnm sveitum og
bygðarlögum á bátíðamótinu, og
fengu þannig fregnir af líðan
manna alstaðar að. En frá ferð-
inni heimanað og- vestur, í stór-
hópunum er tvístruðust um hinar
ónumdu sléttur álfunnar — áttu
ýmsir kunnjngja. Spáin, um að
almenn þjóðhátíð myndi draga
saman hina dreyfðu innflytjend-
ur og skapa lijá þeim sjálfsvit-
und, sem sérskilinni þjóð — inn-
an um allann þjóða-fansins
— varð að sannindum.
‘ ‘ Islendinga-dagurinn ’ ’ ikom á
hijnum ákjósanlegasta tíma, er
hans var sönnust þörf, og áhrif
hans gátu orðið sem víðtækust
fyrir hugsunarhátt þjóðarinnar.
Er vanséð ef seinna hefði verið,
að hann hefði haft nokkura var-
anlega þýðingu til að bera. Bröh
og búflutningar voru um garð,
landaleita leiðangri lokið og ný-
lenduskoðun. Nýlendurnar aiiar
stofnsettar, að einni undanskil-
inni (Vatnabygð), og bygðarlög-
in öll að færast í fastar skorður,
eftir atvinnugreinum og staðhátt-
um er auðkendu hvert um sig.
Héraðsstjórn var hin sama innan
þessara sveita sem annarsstaðar
í landinu, sem eðlilegt var, þó em-
bætti og embættisfærzla væri oft-
ast nær í höndum Islendinga
sjálfra. Yfirboðarinn var ríkið, er
til sín laðaði hugsunarháttinn
og sagði fyrir verkum. Þá var
viðskiftalífið lfka að færast í hið
innlenda liorf, og þær aðferðir að
takast upp, er þar voru tíðkaðar.
Alþýðuskólar voru allvíðast
konmir á fót, með hinum föstu
námsgreinum er lögin fyrirskipa,
en því miður of oft eftirskilja
enga iyst eða löngun hjá nemand-
anum að fræðast um önnur lönd
en þau, er hann á heima í, sökum
þess að hann heyrir þeirra sjald-
an eða aldrei getið. Veit því
naumast að þau séu til, en þó enn
síður hvað auðkennir mentalíf og
menningarsögu þeirra þjóða er
þar búa. Nokkrir hinna yngri
manna voru byrjaðir á háskóla-
námi, einkum í nýlendunum í
B anda r ík j unum.
Án nokkurrar þjóðernislegrar
vakningar liefði eigi getað hjá því
farið, að minningamar liefðu
skjótlega máðst burtu úr liuganum
er geymdar voru frá ættlandinu,
þekkingin þorrið á því, sern ís-
lenzkt er, og þjóðarrækt og metn-
aður orðið að skari er að lokum
hefi kuhiað út. Þó hægt færi,
voru smá raddir farnar að heyr-
ast, er fastlega réðu til, að alt
íslenzkt væri þegar lagt niður, og
siðir og tunga “landsins” tekið
upp í þess stað. Hugkvæmdist
þeim eigi, að á því væri nokkurir
örðugleikar. En þeir voru nú
hvorki meiri né minni en það, að
i bráð hefði orðið að svifta allan
þorra manna bæði máli og rænu.
En þar töluðu námgreinarnar
við liina “frjáisu lýðskóla” — þ.
e. hinir í skóla gengnu. Báru öll
rök og líkingar þess vott.
Stofn bygðanna var íslenzkur,
hinn ráðandi hlutinn, og var því
móttækilegur fyrir þá vakningu,
er hátíðahaldið gat veitt. Meg-
in þorri unglinga og barna mundu
og eftir “ferðinni að heiman” þó