Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Page 139
þjódræknissamtök.
105
þeirra,-----í dag g’eta tveir ver-
iÖ aldavinir, á morgun svo stækir
óvildarmenn, aÖ þeir geta ekki
lieilsað hver öðrum, og orsökin
er sú, að annar trúir ekki öllu sem
biblían kennir, en binn trúir
hverju orði.” Vill bann, að rnenn
gæti betur hófs í þessu efni, en þó
einkum liinir lærðu menn, er
mestri sundrungunni valdi. Bend-
ir á þá þýðingu, er þjóðminning-
ar dagurinn geti baft ef um hann
geti verið eining og sátt.
Árið 1892 er hátíðin færð aftur
til baka, til mánudagsins 1. á-
gústs. Fer hún fram með hinum
sama hætti og fyrr. Er samkom-
an ágætlega vel sótt, og er þess
getið að yfir 1,200 íslendingar
hafi tekið þátt í hátíðahaldinu.
Samkoman var haldin suður í
svonefndum Elm Park og byrj-
aði með íþróttum er þreyttar voru
fram til hádegis. Tóku þá við
ræðuhöld, söng-var og ldjóðfæra-
sláttur. Ræðuliöldum stýrði Páll
Sigurgeirsson Bardal, er var lijör-
inn forseti hátíðahaldsins. Fyrst-
ur mælti fyrir minni ÍSlands Ein-
ar Hjörleifsson Kvaran, næstur
honum séra Hafsteinn Pétursson
fyrir minni Vesturheims og síð-
astur Jón Ólafsson fyrir minni
Vestur-lslendinga. Engin kvæði
voru ort við þetta tækifæri, en
minni sungin frá fyrri árum.
Færra var um boðsgesti innlenda
á hátíðinni en í hin fyrri skifti og
kvartaði blaðið Free Press yfir
því í ítarlegri ritgjörð, er birt var
í blaðinu 2. ágúst. Taldi ritstjór-
inn það illa farið, hve viðkynning-
in væri enn takmörkuð milli Is-
lendinga og hinna innlendu sam-
borgara þeirra. Gat liann þess, að
naumast myudi níu tíundu hlutar
hins enskumælandi fólks í bænum
lcunna deili á þjóðflokki þessum og
því síður þekkja nokkuð til sögu
hans og menningar. Vildi hann,
að á þessu væri unnin bót. Benti
hann á, að þá á næstliðnu ári hefði
andast í bænum ágætlega mentað-
ur íslendingur !), rithöfundur, er
samið hefði rit er þýdd hefðu ver-
ið á ýms Norðurálfumál og væri
víða lesin; hann hefði dvalið á
annað ár í borginni, en verið ])ó
flestum eins óþektur og bfiið hefði
í villilöndum Afríku. Orsakir
þessa ókunnugleika taldi hann
vera þær, að félags samblendni
millum þeirra og hinna enskumæl-
andi manna væri lítil, eigi þó fyrir
þá skuld, að Islendingar teldust
nú lengur mállausir og framandi,
þar sem allflestir þeirra mæltu á
enska tungu, heldur sökum hins,
að þeir myndu hafa orðið lítils-
virðingar varir á fyrri árum og
það vakið tortrygni í huga þeirra
Álítur liann það því vera kurteis-
isskyldu hinna innlendu, að stíga
fyrsta sporið í þá átt að kynni geti
orðið meiri og betri.
“Sannur vinur,” segir hann,
“er ekki sá, sem smjaðrar fyrir
kjósendunum undir kosningar, og
kannast við verðleika þeirra þeg-
ar hann þarf á hjálp þeirra að
lialda, heldur sá, sem lieldur
þeirra taum þegar þeir eru
lítils metnir, og tekur svari
þeirra, þegar þeirn er hall-
mælt. Slíkur vinur var Dufferin
1) Gestur Pa.lsson, d. 19. ágúst 1891.