Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Qupperneq 144
110
TIMARIT bJÓDRMKNISFÉLAGS ISLENDINGA.
staddir umferÖar tennarar, er til-
sögn myndi veita' að tilbúningi
smjörs og í ostagerð. Yar skorað á
fólk að vera þar til staðins til að
færa sér kenslu þessa í nyt. Marg-
ir, bæði karlar og konur, voru
komnir þangað snemma um morg-
uninn, en svo leið fram á hádegi,
að kennararnir komu ekki. Urðu
menn þá úrkulavonar að þeir
myndi koma. Með því nú að svo
margir voru þar saman komnir,
var stungið upp á því, að hafa
skemtanir það sem eftir væri
dagsins. Menn rendu liugauum
upp til Winnipeg til þjóðhátíðar-
dagsins og mintust þess, að þetta
væri Islendingadagur, ákváðu því
næst, að halda brot af íslendinga-
degi þar hjá sér, völdu til þess for-
stöðunefnd og stofnuðu til leika,
söngvar voru sungnir og ræður
fluttar og stóð samkoman til
kvelds. Árið eftir var samskonar
mót haft á sama stað, en svo er
þess eigi getið í blöðunum, að það
hafi verið endurtekið þriðja árið,
en var þó haldið og. með meira
fjöri en áður.
Þó nú búið væri að halda hátíð-
ina í sjö ár og með því mætti virð-
ast, að hún væri komin á fastan
fót, var þó enn megn óánægja með
dagsetninguna, hin sama og í
byrjun. Þótti mörgum hún hald-
in of síðla sumars og voru færðar
til hinar sömu ástæður og áður
hafa verið nefndar. Þá vildu og
nokkrir gjöra sér og öðrum sögu-
lega grein fyrir því, af livaða á-
stæðum að ekki mætti binda hana
við annan ágúst, og þær minning-
ar, er honum fylgdu, þó annað
væri ekki fundið til. Og aðal agn-
úinn var stjórnarskráin frá 1874,
er bent var á, að öll íslenzka þjóð-
in væri sár-óánægð með, og liefði
eigi fyrr öðlast en hún hefði viljað
fá henni breytt. Var þetta eigi
athugað nákvæmar en það, að tal-
ið var, að stjórnarskráin hefði í
gildi gengið þenna dag, þó í raun
réttri hún öðlaðist staðfesting kon-
ungs 5. janúar, og samkvæmt skip-
un hans, er hann gaf út í Reykja-
vík, kæmi í gildi fyrsta ágúst, og
hið íslenzka stjórnarráð tæki ]iá
til starfa. Leitað var svo eftir
gildum ástæðum til að ákveða liá-
tíðina einhvern annan dag og var
þá helzt þreifað fyrir sér í júní-
mánuði. Var það hentugur tími til
samkomuhalda, einkum fyrir
sveitamenn og bændur, er vorönn-
um létti, og því líklegur til að
ldjóta meðhald þeirra.
Þó nú þetta héti svo, að færð
væri fram rök með og mót og mál-
ið gjörskoðað eftir ástæðum, ]>á
var það þó hvorki ein ástæðan eða
önnur, er ósamkomulaginu olli;
hvorki Stjórnarskráin eða stöðu-
lögin, eða hámessan í dómkirkj-
unni 2. ágúst, né þá heldur um-
hyggjan með sveitamönnum og
vinnuhægðin í júnímánuði, heídur
að stjórnmálin og félagsmálin
liöfðu skift Islendingum í tvo önd-
verða flokka, er hvorki vildu né
gátu komið sér saman og gerði
svo alla samvinnu um tíma lítt
mögulega. Það voru þessir flokk-
ar, er mæla liugðust afl sitt livor
við annan og’ vildu þannig láta til
skarar skríða um það, livor þeirra
liefði yfirráðin í framtíðinni, er