Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1922, Síða 150
hJÓD RÆKNISSA M TÖK.
11.'»
flokkaskiftingin varð hin sama
þar og í Winnipeg um dagana 17.
júní og 2. ágúst. Fundur var hald-
inn í Argyle-bygðinni 13. apríl og
þar samþykt að færa liátíðina
fram til 17. júní. Eins fór í Min-
neotabygðinni. Fyrsti íslendinga-
dagnir þar var haldinn árinu áður
og þá 11. júní, átti að lialdast hinn
6., en varð sökum óveðurs að fær-
ast til. Samskonar samþykt var
gerð við íslendingafljót, en árinu
áður var hátíðin haldin 8. ágúst.
í hinni svo nefndu Laufás-bygð
(Pipestone) var samþykt á fundi,
er haldinn var í liúsi Alberts
Guðmundssonar, að efna til liá-
tíðahalds þá um sumarið og var
til þess valinn 17. júní. Aftur var
Islendingadagur haldinn í Bran-
don 29. maí og getur eigi orsaka
til þess. Fram að þessu höfðu Is-
iendingar í Utali eigi haldið Is-
lendingadag. En nvi samþyktu
þeir á fundi, er haklinn var í
Spanish Fork, að efna til liátíða-
halds 2. ágúst. Samskonar ráð-
stöfun var gjörð að Hnausum í
Nýja Islandi og í ísl. bygðinni í
Alberta. Arið áður héidu Alft-
vetningar þ jóðminningardag 1,
ágúst, en nú var hann haldinn 17.
júní. Skiftust bygðarlögin þann-
ig að lieita mátti í tvær andstæðar
sveitir. Þó það leiddi til þess í
bili, að liátíðin A7æri alment upp-
tekin, þá stóð það eigi alls staðar
lengi; mátti því teljast vafasam-
ur ávinningur. Yar áhuginn mest-
ur og framtakssemin, meðan deil-
urnar ráku sem bezt á eftir. Er
þeim slotaði, dró úr hátíðafjörinu
svo að þess sáust víða lítil sem
engin merki, þegar frá leið. Hvar-
\Tetna voru þessar samþyktir
bráðabyrgða samþyktir, er skyldu
standa þangað til Alþingi ákvæði
einhvern vissan þjóðminningar-
dag. Þá skyldu þær falla og liinn
lögskipaði dagur orðalaust upp
tekinn á öllum stöðum.
Nú var svo komið, að dagarnir
voru tveir, er milli sín skiftu
bygðarlögunum, var þó fjarri, að
eining væri í hverri bygð um þann
daginn, er ofan á varð. 1 Winni-
peg leið svo fram til sumars, að
eigi var meira um málið rætt op-
inberlega, en illa undu margir úr-
slitunum og þótti í óvænt efni
komið, er orðnir voru tveir þjóð-
minningardagar hjá sama þjóð-
flokkinum og sinni minningunni
helgaður hvor þeirra. Báðir dag-
arnir voru merkir að sögulegum
viðburðum og góðir til hátíðahalds
—ef vel viðraði. Bar júnídagurinn
með sér minningar um komu fyrstu
íslendinga til Norður Ameríku,
um fæðing Jóns Sigurðssonar for-
seta og fleira, en ágúst-dagurinn
minti á þúsund ára afmæli þjóð-
arinnar, stjórnarbótina frá 1874
og annað í því sambandi. Hver
dagurinn um sig hefði vel getað
gagnað til þess að minnast alls
þess, er á milli þeirra var skift, ef
samkomulag hefði verið með, og
samt eigi Arerið ofhlaðinn minning-
um, því alt var Islands.
Sú var orðin venjan, er hér var
komið, að forstöðunefnd hátíða-
haldsins frá því árinu áður skyldi
boða til næsta kjörfundar. Sam-
kvæmt því var það í valdi nefnd-
arinnar er kosin var 1897, hvenær