Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 43
AFRUNAMÁLTÆKI SOKKUR ÚTLISTUÐ
9
inni, að fornri venju; lækkuðu þá
met þeirra svo, að þeir voru settir
á bekk með ránsmönnum og út-
hlaupsmönnum. Á íslandi lauk ber-
serkjaganginum með því, að fjör-
baugsgarður var lagður við honum.
Það sýnir bezt, hvað berserkur sé;
bönnuð var forneskjan og iðkan
hennar. Það var alt og sumt. Þau
eru lokin berserkja hvers tíma sem
er; en þeim fylgir jafnframt dugn-
aðarorðið unninna afreka og tign-
arljómi fortíðar.
B 1 ó r i. Gera e-ð í blóra við e-n,
þ. e. svo honum sé eignað eða um
kent, og blóramaður kann eg ekki
að útlista, þótt eg viti að blóri sé úr-
gangur hörs, því eg þekki ekkert til
hörræktar eða höriðnar forn-
manna.
B r u n n u r. Eiga ekkert til
brunns að bera, líka haft jákvætt
í spurningum: Hvað á hann til
brunns að bera? Merkir að eiga
ekki gáfur eða hæíileika til e-s.
Minning gerð hér Mímisbrunns.
Því óðinn átti tvö augu til brunns
að bera og fékk drykk af brunnin-
um fyrir annað augað.
B u g u r. Vinda bráðan bug að
e-u, snúa e-u til skjótra fram-
kvæmda (að viðbúnu tjóni ella);
komið af ádráttarveiði. Þar sér oft
bráðan bug að undinn til að kvía
fiskinn.
D u r u m og d y n g j u m. —
Leita e-s durum og dyngjum, leita
e-s alstaðar innan bæjar. Þágu-
föllin durum og dyngjum höfð at-
viksorðslega, sama og nú er sagt
inn í bæ og fram í bæ, því dyr eru
framhús bæjar, en dyngja setstofa
eða verkstofa kvenna, hér í flt.,
líklega fyrir innihúsin. Orðatiltæk-
ið er stundum eða oftlega aflagað
herfilega og sagt: leita e-s með
dunum og dynkjum, eins og skilj-
anlegt sé, að dunur og dynkir gegni
leit.
D ú r. Koma upp úr dúrnum,
koma fram eða í ljós (helzt um það
er á sér aðdraganda eða rætur fyr-
ir). Dúr er svefn og líka kyrð sú,
er oft fer á undan veðraskiftum.
Oft kemur æðiregn úr dúri, segir
spakmæli eitt.
E 1 g u r. Vaða elginn, fara með
staðlausa stafi, markleysu. Elg
gerir í bráðum þeyjum vetur og
vor, þá er alt verður botnlaust af
krapi og aurum. Elgur er af sögn-
inni velgja, velg, valg, ulgum, ólg-
inn, sama og ólga.
F j ö 1. Vera ekki við eina fjöl
feldur, að ekki sé úti um mann,
ekki úrræða-, úrkostalaus. Fjölin er
sjálfsagt líkfjölin. Því fyrrum tíðkað-
ist það, að leggja menn aðkomna
dauða á öskustráða fjöl, og siður er
fram á þennan dag, að leggja fram-
liðna til á fjöl. — Að bæta greinin-
um við fjöl gerir mikið til, því það
breytir merkingu algerlega. Að
vera ekki við eina fjölina feldur, er
að vera lauslátur (helzt í kvenna-
sökum). Ekki kann eg að fóðra
það.
Flæðihólmur (-i). Vera
ekki á flæðihólm-i (-a) staddur,
eins og vera ekki á hjarni staddur,
þarf ekki að eyða orðum um.
Forgarðar. Fara að for-
görðum, týnast. Forgarðar heita
sker, rif og flesjar með ströndum
fram, af því þeir verja landið á-
gangi sjávar. G(u)arður og vörð-
ur eru samstofna og merkingar
mjög sömu. íslenzka fellir úr ým-