Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 112
78
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNTSPÉLAGS ÍSLENDINGA
Bridge-partí og súkkulaðigildi eins
og aðrar lieldri konur bæjarins.
Parið til Reykjavíkur við og við.
Dúlla hafði ekki ráð á því!
Síminn hringdi. “Svara þú, rétt
að gamni,” sagði hún brosandi.
‘“Viljið þér bíða augnablik,”
heyrði hún að Addi sagði.
“Það var Kristín móðir Dúllu.
Gunnar og Dúlla gerðu svo vel og
bara giftu sig í kveld; Hann sótti
hringana um hádegið; hélt þau æ|tl-
uðu að opinbera. — Hún bauð mér
og þeim gömlu hjónunum, þegar
hún heyrði hver eg var, — ætlar
víst að bjóða ykkur — klukkaii eitt
á morgun, sagði hún.”
“Heyrðu Addi! Má eg ekki segja
henni að við séum, höfum verið að
opinbera? — svo bærinn fengi þó
einu sinni að heyra um opinberun,
sem ekki er opinbert leyndarmál.”
“Jú, mikið ansi væri það smell-
ið!” Augu hans hurfu í hrukkum.
“Eg hefi víst einhverja hringa á
lager. Smíða svo aðra seinna og
gref í þá. Jú, jú, gerðu það! — Eg
hleyp eftir þeim meðan þú talar við
hana.”
“Halló! Óska lijartanlega til
hamingju! — Já, þakka yður fyrir,
— eg skal skila því; já, við komum
áreiðanlega. — Á eg að trúa yður
fyrir nokkru? Þér eruð fyrsta
vandalausa manneskjan, sem fær
að vita um það — við Addi vorum
að setja upp hringana -— Addi Jó-
hanns. Já! þakka yður fyrir. Já,
það er faraldur af þessu, ha! lia! —
Jú, við komum alveg ábyggilega.
Óskið ungu hjónunum innilega til
hamingju. — Þakk’ yður fyrir! —
Sælar.”
Hún hengdi upp heyrnartólið,
hringdi af. — Einhver kom inn í
skúrinn fram af húðinni, Addi nieð
hringana! — Það var satt; hún
ætlaði að fara að opinbera. Unn-
ustinn hennar var að koma. Unn-
ustinn! — Gunnar!