Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 157
FJÓRÐA ÁRSÞING
123
hátt, að allir stóðu á fætur. í fjar-
veru varaforseta stýrði féhirðir,
Ásm. P. Jóhannsson, samkomunni
og talaði nokkur orð á undan og
eftir. Var þessari samkomu eigi
slitið fyr en klukkan að ganga 11
um kvöldið.
Daginn eftir, 27. febrúar, kom
þing aftur saman kl. 2.30 e. h. Var
fyrst lokið við nefndaskipanir í
þeim málum, er á dagskrá voru.
Síðan voru tekin fyrir Ný mál.
Dr. G. J. Gíslason frá Grand
Forks hóf máls um nýmæli það, er
hér skal frá greint. Kennari einn
við Luther College, Decorah, Iowa,
Knut Gjersted að nafni, hefir unnið
að því að rita á enska tungu bók
allstóra um sögu íslands. Hann er
sagnfræðingur góður, hefir áður
ritað og gefið út sögu Noregs í
tveim bindum, sem talin er hin
bezta í sinni röð. Hefir hann aflað
sér upplýsinga víðsvegar um þau
atriði, er honum voru eigi sem ljós-
ust í sögu landsins, bæði hér í Win-
nipsg og í Fiske-safninu við Cor-
nell háskólann í New York; og ís-
lenzkir fræðimenn, eins og t. d.
prófessor Halldór Hermannsson,
hafa lesið yfir handrit hans og gef-
ið því meðmæli sín. Bókaútgáfu-
félagið MacMillan Co. er fúst til að
gefa út þessa íslandssögu, eins og
þeir höfðu áður gefið út Noregs-
sögu sama höf., ef þeir fá trygg-
ingu fyrir, að 1000 eintök séu keypt
af þeirn í einu lagi. Á bókin að
ltosta í lausasölu 4 dali, en venju-
legur bókhlöðuafsláttur að fást af
þessum 1000 eintökum.
Var þetta allmikið rætt með og
móti, og að lokum kosin þriggja
manna nefnd til að íhuga það nán-
ar. —
Þá kallaði forseti eftir skýrslum
frá nefndum.
Séra Rögnv. Pétursson skýrði
írá því, að milliþinganefndin, sem
liafði með höndum sjóðsstofnunar-
máhð, hefði ekkert starfað á árinu,
með því að einn nefndarmannanna
liefði þegar á áii’sþingi í fyrra skor-
gst undan að starfa í nefndinni, og
lagði til að þessu máli væri vísað til
þingnefndar, er hefði með höndum
samvinnu og mannaskifti við ís-
land, og var það þá þegar gert.
Lagabreytingar voru þrjár, er
fyrir þinginu lágu. Hin fyrsta um
reglur fyrir vali heiðursfélaga. Á-
kveður hún, að einn heiðursfélaga
aðeins mætti velja á ári hverju, og
réði stjóinarnefndin liver fyrir því
yrði. Hin næsta var um niður-
færslu ársgjaldsins úr 2 dölum nið-
ur í 1 dal, og hið þriðja um að tvo
þriðju greiddra atkvæða þurfi með
lagabreyttingu á ársþingi, svo hún
öðlist gildi. Nefnd sú er sett var
til að íhuga þessar breytingar, var
skipuð 5 mönnum, þeim J. J. Bíld-
fell, Ásg. I. Elöndal, B. B. Olson, J.
J. Húnfjörð og Fred Swanson.
Lögðu þeir nú fram álit sitt, sem
réði þinginu til að samþykkja ó-
breytta niðurfærslu gjaldsins og á-
kvæðin um atkvæðafjöldann, en
fyrsta tillagan var nokkuð á annan
hátt orðuð en í fyrstu.
Urðu um þetta langar og all-
snarpar umræður, og varð niður-
staðan sú, að fyrstu og annari
breyttingunni var vísað til baka til
nefndarinnar, en sú þriðja samþykt
eins og hún lá fyrir þinginu. Síð-
asta þingdag bar svo nefndin þetta