Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 117
SITT AE HYERJU UM VARPLÖED Á ÍSLANDI
83
undan þeim nemur 500 pundum.
Til þess þarf 12000—15000 hjón.
En reyndar er ekki unt að gera sér
í hugarlund þessa blikamergð.
Augað eitt, sjónin, raunin getur
gert sér fulla grein fyrir þessum
fjölda. Eyjan er stór á alla kanta,
og öll morrand) af blika. Auðvitað
eru kollurnar jafnmargar. En
þeirra gætir minna, af því að þær
eru svo líkar jarðveginum. Mikil
mergð situr í fjörunum og á sjón-
um er kvikt. Þarna er líf, líf og
líf, friður og fullsæla og arður af
hverjum skorningi. Eundi býr í
jöðrum eyjarinnar og þó ekki mý-
margur. Eyjan er víða slegin, en
þó ógreiðfær vegna þess, að hún
er óslétt. Steinsteypt fjárhús með
lilöðu, járnvarið alt, skoðaði eg og
var hlaðan liálffull af fyrningum, á
að gizka 500 vættir, prýðilegt stál
og vel um gengið. Aðrar eins hey-
leifar hefi eg hvergi séð í einu lagi.
Það er kornhlaða á sína vísu. Meiri-
liluti ánna virtist mér tvílembdur
og leið vel hverju lambi. “Hann
kcm hverju lambi á spena,” segir í
Ódyseifskviðu. Svo má segja um
Æðeyjar-bræður, sem búa með
móður sinni, dýravinir miklir.
Þegar báturinn rendi úr vör, sá
sem flutti mig í Æðey, stóð fólkið
í liúsdyrunum og horfði á eftir
okkur svo lengi, sem tækifæri
gafst.. Og eg horfði til eyjarinnar
á móti. Eg held að mér hafi verið
innanbrjósts þvílíkt sem Adam var,
þegar hann “fór fetum sínum, ein-
mana út af Edens fold” — eins og
þeir komast að orði, Milton og Jón
Þorláksson. Þarna í Æðey vantar
Skilningstréð og höggorminn, en
þar er móðurbrjóst náttúrunnar
opið og ósvikið. — Fuglalífið er svo
mikið og tamið, að orðin komast
ekki í nánd reyndinni. Og ekki ná
þessar stökur fullri mynd, sem hér
eru:
Um Æíey-
í fegurðarlendu og friðsælu stöð
mig farkostur loksins ber —
til eyjar, sem mig hefir ávalt dreymt
og æðurin helgar sér.
Nú kem eg til þín á fagnafund
og færi þér hjarta mitt,
er úar bliki sín ástúðarljóð
um átthagaveldi sitt.
En skrúðatignina hezt hann ber
er blasir við hreiðurgjörð,
og lognalda vaggar sjálfri sér
í svefnró um stafaðan fjörð.
Er eggtíðin birtist -og umhyggja vex
og alúð, við hækkandi sól —
er Æðey gersemi allra mest
og unaðar höfuðból.
Hjá arðsælu rnetfé að eiga dvöl
er árbót og lyfting sönn.
Ef Elli getur -ei yngt sig hér,
er innræti komið í fönn-
Er sigldi eg frá þér um sólarlags bil
og sá yfir ríkdóm þinn,
þá fann eg hvernig þitt aðdráttarafl
fór eldi um huga minn.
Á Æðey sjást ekki ellimörk,
hún yngist í raun og sjón. —
Með eftirsjá lít eg um öxl til þín,
er andi minn kveður Erón.
4. Eyjan Vigur.
Hún er í laginu lík sverði því,
sem réttir hjöltin út að hafinu —
heitir og í höfuðið á sverði. Þar er
minna um æðarvarp en í Æðey, og
þó mikið. Aftur á rnóti er lundinn