Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 74
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
efnum. En þó er ávalt mikið að
græða á reynslu horfinnar að-
gæzlu.
Satt er það að vísu, að hver mað-
ur verður að lifa með þeim mönn-
um, sem honum eru samtíða, ann-
ars er hætt við að hann verði við-
utan og hjárænulegur. En þegar
svo fellur aldarfarið, að hégóminn
sýður á öllum keipum og þyrilshátt-
urinn froðast um báða bógana, þá
er afdrepið eina í kjöltu liðinnar
tíðar og í liofhelgi goðorðsmann-
anna gömlu. Sá faðrnur er víðáttu-
mikill og svo fagur á að líta, sem
liorft sé yfir skóg, sem blánar í
fjarska. Veit eg að vísu, að mörg
frásögn um forna dýrðarviðburði
er skáldsögukend. Tökum til dæm-
is fráisögn Flateyjarbókar um gull-
hringinn, sem lá fjögur ár á Jalang-
ursheiði. Enginn vissi hver átti og
þess vegna var hann ekki snertur.
Þetta var á þeim tíma, sem nefndur
var Fróðafriður í Danmörku. Þá
var ár gott og enginn ásældist ann-
ara eign. Engum dettur í hug að
þessi frásögn sé dagsönn. En þó
er liún stór-merkileg. Hún sýnir
og ber vott um, að Fróði konungur
var friðarhöfðingi og óágengur. Og
þá verða smærri mennirnir frá-
hverfari róstunum, þegar konung-
ur þeirra er góðgjarn. Og í annan
stað bregður frásögn þessi ljósi yf-
ir þrá maimanna, sem rituðu bar-
dagasögurnar. Þeir vegsama að
vísu vopnfimi og hreysti. En þó
dylst þeim ekki eyðileggingin, sem
hernaðarfárinu fylgir. Þess vegna
er brugðið upp myndinni af ríki
friðarins, þar sem plógar eru gerð-
ir úr sverðum og gullið liggur ár-
um saman á heiðinni, ofanjarðar,
órótað. Þetta er til marks um
sælu, sem mannkynið á að keppa
að. En þá er fyrirmyndin líklegri
til áhrifa, þegar fullyrt er að hún
hafi verið eitt sinn á einum stað
eða öðrum, heldur en ef sagt er, að
hún gæti orðið eða muni verða.
Þannig vinnur sú liin þögula vizka
að því að draga upp fyrirmyndir.
Hún seilist inn í blámóðu aldanna.
Eitt sinn las eg í blaði framfara-
grein eftir einn okkar umbóta-
mann. Hann óskaði eftir því, að
hraði kæmi á málefnin og atburð-
ina, og þá jafnframt í hugsunar-
háttinn.
Vér viljum allir og öll, að svefn-
drunginn sé okkur fjarlægur, og
mókið það, sem gerir andlitin nið-
urlút og döpur. En hraði lífsins
hefir sína annmarka, þegar hann
verður gegndarlaus. Atburðirnir
geta orðið svo örir, að þeir verði að
tjóni. Svo fer, þegar einn rekur
annan á dyr og hver þurkar annan
út úr endurminningunni. Lestur
bóka og ritgerða er nokkurskonar
viðburðarás. Okkur er ráðlagt að
lesa margt og mikið. Það gerir
menningin svokallaða. En þó er
mikill lestur til þess fallinn, að gera
minnið að nokkurskonar eyðimörk,
þar sem sólskinið er ofmikið og
vindarnir of hvassir. Þegar sífelt
er lesið nýtt og ókunnugt efni,
verður lesturinn til augnabliks-
dægradvalar. Minnið kemst ekki
yfir ofureflið og hver atburður
feykir öðrum út í víðáttu gleymsk-
unnar. Það að lesa mikið, heyrir
til hraðanum, hugsana og athafna-
hraða. En lítill lestur vandlega
gerður er betri og drýgri til menn-
ingarþrifa, heldur en hitt, að gleypa