Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 85
INNI í BLÁMÓÐU ALDaNNA
51
mannssálarinnar kemur fram í
sögunni, það sem ódáinseplin geta
sefað. Torfærurnar á langleiðun-
um, sem fara verður til þessara
stöðva, eru ófrýnilegar, en verða þó
yfirstignar, þegar sá maður kemur
til sögunnar, sem dauðaháski fær
ekki skotið skelk í hringu, né aftr-
að frá því, að fara allar dagleiðir
áleiðis að takmarki sínu.
Eiríkur víðförli er merkilegur
kennari, þó að hann sé engi skóla-
maður. Útþrá hans, heitstrenging
og þrautseigja benda okkur út í
blámóðu aldanna. Heitstrenging
Eiríks er á sinn hátt eins og merki,
sem borið er fyrir konunglegri tign.
Merki Sverris konungs hét Sigur-
flugan. Hverskonar heitstrenging,
sem stefnir fram og upp á við, er
sigurfluga. Vöxtur og viðgangur
fæst beztur og mestur með því
móti, að heitstrengingar fari um
varir æsku og ungdóms. Þæ-r geta
verið margskonar og þurfa ekki
endilega að stefna til Ódá'insakurs-
ins, sem Eiríkur víðförli sótti til.
Blámóða aldanna er í fleiri áttum.
Hún er í öllum áttum mannræn-
unnar, sú hin fagra móða. Inn í
liana getur hver maður komist, er
leggur sig frarn á sínu sviði, eða í
þeim verkahring, sem hann hefir
hæfileika til að vinna í. Blómasvið
og anganlendi menningarinnar er í
öllum áttum, hvarvetna, þar sem
einlægnin býr og notasæl atorka,
skörungsskapur, drenglund, lista-
menska og andríki. Feður vorir og
mæður varða veginn inn í óska-
löndin með fordæmi sínu. Þau
benda til farsældarinnar, þar sem
þau liggja og horfa móti óttueldin-
um, dagrenningunni, uppkomu sól-
arinnar. Sá sem hlýðir bendingu
þeirra, enda þótt hann sé ekki
nafntogaður, sleppur við yztu
myrkrin — kemst inn í blámóðu
aldanna.