Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 118
84
TÍMARIT ÞJOÐRÆKNISFÉLAGrS ISLENDINGA
1
ótölulegur, sjórinn víða kolsvartur
tilsýndar af lunda og er sú mergð
svo mikil, að enga fuglmergð hefi
eg séð því líka. Lundinn grefur sig
inn í jörðina og verpir þar. Hann
á eitt egg og fæðir unga sinn í hol-
unum. Unginn heitir kofa. Gamli
lundinn sækir til fanga út á haf
og kemur með seil í nefinu, tvísetta.
Skorur eru í nefið, sem hann rað-
ar í og hanga sporðarnir niður á
hverju síli. Ekki skil eg hversu
hann má raða í nefið, jafnframt því
sem hann veiðir. En þessa íþrótt
kann lundinn. Hann er veiddur í
háf við hreiðrin, háfnum kastað
fyrir hópana, þegar mergð flýgur
af sjónum upp að hreiðrunum. Að
niestu leyti er nú hæ'jtt í Vigri að
veiða kofuna, þykir ekki borga sig
að kosta til þess á slætti. Sú dráps-
aðferð er grimm, sem tíðkaðist, að
krsqkja ungann út úr holunum, og
má gjarna deyja út. Nú á þessu
vori var hrafnavargur svo mikill í
Vigurey, að hörmung var að sjá og
skaðræði við að búa. Tóku þessir
svertingjar strandhögg sín um alla
eyjuna og gerðu mikinn usla. Svo
eru æðurnar tamdar í þessari ey,
að þær eru undir húsþiljum og
veggjum, fast við glugga og í sáð-
garði. Kliðurinn dvínaði ekki alla
nóttina og heyrðist inn í svefnher-
bergi. Búsmali gengur innan um
varpfuglinn og verður ekki að
meini. Þannig má temja villifugla
með alúð og mannúðarháttum.
Séra Sigurður Stefánsson í Vigri
hefir ritað um æðarfugl í búnaðar-
ritið, og lýsir hann vel hátterni
fuglins.
Eg Ijóðaði á eyjuna að skilnaði,
og er það á þessa leið:
Eyjan Vigur.
Hún stendur á fornum stuðlamerg
og starir til hafsins með ró> —
á lundafylgsni og ljósálfa borg
og landkosti og veiðisjó.
í fjörunni býr ein lí il laug
við löður og byigjusöng;
til lífsins á eynni ber hún boð:
að bezt séu heimaföng.
Sú áminning — hún er guðspjall gott,
er gróanda staðfestu kær.
Og þar færist grasrót í aukana öll,
er eggtíðin færist nær.
Ef ótta lítúr til aftans hýrt
er æsku á fordæmi bent,
og nýjabrum fellur í ljúfa löð
við landshætti og forna ment.
Hér situr bliki á bæjarstétt,
er blundar kolla í dún,
í litklæðum sínum virður vel
er vagrar um gróið tún.
Eg kvæði um þig, Vigur, ljóða-ljóð
og léti þér bros í té,
ef íþrótt hefði eg eina lært:
fyrir ástmey að falla á kné.
Og þó hefi eg beygt mfn bæði kné
fyrir brúði á þessari storð —
unnustu hins tigna æðarkóngs
við alúðar nægtaborð-
Þegar um einkenni íslands er að
ræða, er ljúft og skylt að nefna
ælðarfuglinn og varplönd hans.
Þessi fagri og nytsami fugl á mik-
inn og góðan þátt í því, að gera
land vort sérkennilegt og dýrmætt.
Friðsælufegurð varpanna er nálega
óviðjafnanleg, og á hinn bóginn
eru varplöndin svo arðsæl, að
naumast mun nokkur aldinreitur
komast til jafns við varphólma,
sem bæði er eggver, dúnreitur og