Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 148
114
TÍMA.RIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
I
ingar sagnar eru flokkaðar eftir
því, er hún er höfð áhrifslaus,
áhrifssögn, afturbeygileg eða frum-
lagslaus (ópersónuleg). Frumlags-
lausar sagnir eru eins og mý á
mykjuskán um alla bókina, og
bókin verður sjálfsagt til þess í
liöndum íslendinga, að koma þeim
upp á að fegra og fjörga stíl sinn
með frumlagslausum sagnbúningi,
enda er liann algengur í daglegu
tali. Þegar mikið er um sögn að
segja, þá er víða gefið yfirlit yfir
aðalmerkingar hennar fyrst og
sagnbúningarnir tíndir til í dæm-
um á eftir og þeim skipað niður eft-
ir stafrófsröð forsetningar, sem
sögnin býst, alt saman gert af
slíkri vandvirkni og snjallri kunn-
áttu, að varla má betur ganga frá
því. Dæmin, sem tekin eru til að
skýra merkingar, eru víða smellin
og einkar ljós; oft og tíðum eru það
spakmæ|li eða þá í þeim sýniskorn
úr íslenzkum lífskjörum. Það er
ekki ofmælt, sem höfundurinn seg-
ir í formálanum, að hann hafi leit-
ast við og látið sér sérlega ant um,
að lýsa yfir hvað eina, sem kæmi
við íslenzkri þjóðmenning í víð-
asta skilningi, til að forða því und-
an gleymsku nýrra tíma, sem belji
nú inn yfir landið. Bókin ber ljós
merki þess, hvar sem því er slegið
upp. Hún morar af fræðandi skýr-
ingum, um vinnubrögð og verk-
færi, háttsemi og liégiljur, skáld-
skaparmmál og bragfræði o. s. frv.
og er fremur hlutnefnabók, þegar
því er að skifta, en orðabók, eða
öllu heldur hvorttveggja í senn. En
því kann eg illa, að rekast hvergi
á dæmi, tekin til úr íslendingasög-
um eða fornritum vorum. Það er
ankannalegt að hafa þau ekki. Það
er engu líkara en því, að láta eins
og þau eigi ekki lieima hér, heldur
í orðabókum “hinnar forn-norsku
tungu”! Það er nær að taka t. a.
m. úr Flateyjarbók: “í sundr bog-
inn og brast við hátt”, “rann á
hann höfgi á móti deginum”, “sló
á þá höfga”, heldur en úr Illions-
kviðu: “hún brast við dimt, er hún
(brynjan) rifnaði fyrir spjótinu”,
eða úr “Ólöfu í Ási”: “hann var
svefnþungur, þegar svo bar við, og
höfgi var á hann siginn”, eins og
bókin gerir undir “bresta” og
“höfgi” o. s. frv., eða þá taka
hvortveggja dæmin. Hitt er nærri
því csvinna, að taka ekki dæmi úr
fornritum. Það haggar engu um
það ,þó fornrit vor hafi oft verið
orðtínd áður í orðabæíkur. Það er
vitaskuld eins eftir sem áður, að
taka dæmi úr þeim í íslenzka orða-
bók, er samin er til að sýna nútíð-
armálið í ræðu og riti. Því góð
vísa er aldrei of oft kveðin, og svo
eru með því tvær flugur slegnar í
cinu liöggi, bæði sýnt nútíðarmálið
og eins hitt, að það sé enn sama
tungan og gekk fyrrum um Norð-
urlönd og strendur Englandshafs,
sýnt að íslendingar alist danskri
tungu þann dag í dag. Það kann
að hafa þctt villandi, að hringla
hinum fornu og frægu heimildum
saman við nýju heimildirnar, sem
tilgreindar eru í bókinni, þótt það
raunar sé það ekki, þó fornt og nýtt
sé sýnt í senn, nema þá fyrir því
viti, sem elst á þeirri vanfræði er-
lendra háskóla, að Danska sé út-
dauö tunga; en þá var ekki annað
en sleppa öllum tilvitnunum til
rita, enginn hefði saknað þess. Það
V