Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 103
ÞiRJÚ IvVÆÐl
09
Það, sem enginn ætti að gleyma,
Eftir varð, er burt eg fór:
Eftir skildi eg hjartað heima —
Harmur að því mér er stór!”
Jónas A. Sigurðsson.
Vörn Brútusar.
Úr “Júlíus Sesar ’ eftir Shakespeare.
(Leikurinn “Júlíus Sesar” mun talinn annaí a^alleikrit Shakespeares. — í vit-
und almennings er Brútus ódrengur. En skáldi?) les sögu hans þannig a« Brútus verð-
ur göfugmenni. Hugsjónir og óeigingjörn ættjart5arást stjórnar lífi hans. Jafnvel af-
brot og yfirsjónir fremur hann samkvæmt fyrirmælum sannfæringar og samvizku.
Kona hans — Portia, dóttir Katos, — er ötSrum konum ágætari, og honum jafnrætSi. —
Varnarræt5a Brútusar er ekki á rímutSu skáldskaparmáli hjá Shakespeare, sem
margir, at5 eg hygg ætla. En tvímælalaust er þessi kafli metSal þess vít5frægasta í
ritum skáldsins.
í raun réttri heftSi fyrirsögnin átt at5 vera þessi ortS sjálfs Shakespeare’s
í kaflanum: “Hver er sií nítSingrur ættjörtS ei ulIIIi?,,
J. A. S.
Heyrið með stilling þau rök er eg ræði,
Rómverjar, samlandar, vinir og menn!
Hlustið á orð mín, án upphlaups og bræði,
Orð, sem að heiður minn staðfestir enn.
Dæímið mig svo, þeirri dómgreind eg lyti,
Er dæmir af vísdómi atvik sem mann.
— Hollvinur Sesars eg vil að það viti:
Eins vel, eða betur, eg elskaði hann. —
Búi hér einhverjum álas í munni,
Sinn uppreistar-þátt Brútus leggur í dóm:
Sesari minna eg alls ekki unni,
En elskaði meira þá goðbornu Róm. -—
— Kysu hér þegnar, um þjóðfrelsis hauður
Þrælar að deyja, svo lifði hann enn,
Heldur en sjá nú að Sesar er dauður
Og sjálfir að lifa sem frjálsbornir menn?
— Sem Sesar mér unni, — hann grátstöfum græt eg;
Sem gæfubarn, — auðna hans fögnuð mér bjó;
Sem hraustmenni’ og kappa, — ‘ann lieiðraðan læt eg;
Sem harðstjóra, valdfýkinn, — Sesar eg vó. —
— Ást hans er goldin með ástvina tárum;
Auðna með fögnuði; hreysti með sæmd;
Drotnunargirnin með dauðlegum sárum, —
(Af darraðar þjóðum þó seint verði ræmd). —
— Hver er svo þýkyns, hann þræll kjósi að vera?
Þeim hinum sama eg brotið hef gegn. —