Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 130
96
VEIZLAN MIKLA
tveggja, að þá skorti fé og veizlu-
klæði. Og var það heilög skylda
dyravarðar, að snúa þessum vesal-
ingum á burt. Var það mjúkmæli
Refils og kunnáttu að þakka, að
ekki hlutust vandræði af hinni
heimskulegu áfergju hinna óæðri
gesta.
Nú líður á lcvöldið og ekki kem-
ur heiðursgesturinn. Og enn standa
menn á öndinni. Þá opnar Jón
Jónsson dyrnar og gengur inn í
salinn. En Jón Jónsson var blátt
áfram almúgamaður. Hann var
hljóður jafnan og fáskiftinn. Gekk
sjaldan í kirkju, og reifst aldrei um
stjórnmál. Þótti hann því lélegur
borgari og lá við að landar fyrir-
verðu sig fyrir hann. Hann seldi
ekki fasteignir og vann ekki “með
höndunum”. Var hann því álitinn
slæpingur og sneiddu menn sig hjá
honum.
“Hvert ert þú að fara, Jón
minn?” spurði Refill með blíðu, en
þó valdsmannlega.
“Mér datt í hug að fá að vera
með í þessu samsæti,” svaraði Jón
stillilega.
“Já, það væri nú svo sem sjálf-
sagt, ef þú værir í veizluklæðum
og gætir borgað fyrir matinn. Ref-
ill glotti, því hann vissi að Jón
skorti bæði þessi skilyröi.
“En nú er eg ekkert svangur, Mr.
Rosti. Og varla myndi Ingólfur
Ægir taka til þess, þó eg sé ekki í
skott-frakka; en mig hálf-langar
til að sjá hann, því mér er maður-
inn kæir.”
“Nei, nei, Jón minn góður,”
sagði Refill og var nú að verða
fastmæltur. “Þeir, sem hér sitja
veizlu í kvöld, verða að borða með
heiðursgestinum. Okltur langar til
að þetta samsæti verði Vestur-
íslendingum til sóma.’”
“Nú, er þá ómögulegt, að eg fái
að sjá Ingólf í veizlunni í kvöld?”
Jcn var svo ráðaleysislegur, að
Refill fann að nú þurfti ekki nema
nokkur vel valin orð til þess að los-
ast við hann.
“Nei, nei, Jón minn. Það er ekki
mögulegt. Og hafðu þig nú út áð-
ur en gesturinn kemur. Hans er
von á hverri stundu; og við viljum
ekki að hann sjái neitt nema hið
bezta og glæsilegasta, sem við höf-
um á að skipa. Sæmd okkar er
okkur fyrir öllu.’”
“Já, eg hefi nú raunar nóg að
starfa í kvöld,” svaraði Jón. “Vertu
sæíl, Mr. Rosti, og skilaðu kveðju
minni til snillingsins.”
Að því búnu fór Jón. Hann gekk
álútur og hugsandi upp eftir gang-
stéttinni — heim til sín. Þegar
hann var kominn inn í herbergi
sitt, fór hann úr treyjunni, settist
niður við skrifborðið sitt og tók
að rita. Hann gleymdi veizlunni.
Tíminn leið og það stóð heima, að
þegar veizlugestirnir voru orðnir
vonlausir um komu heiðursgests-
ins (og þess vegna hættir að standa
á öndinni), hafði Jón lokið við rit-
störf sín það kvöld. Hann átti að-
eins eftir að rita nafn sitt undir;
en nafnið var: Ingólfur Ægir.