Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 115

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 115
SITT AF HYER.JU UM YARPLÖND Á ÍSLANDI 81 keypt af því. Það hvorttveggja gerði Eggert bóndi Briem Eiríks- son, og nú býr hann á Viðey. Eyj- an gefur af sér hátt á annað þús- und hesta af nautgæfu heyi, þegar bezt blæs. En örðugt er að halda við varpinu. Umferð og aðsókn manna að fuglinum veldur rýrnun varpsins. Þó er prýði að fuglinum, enda þótt hann sé nú lítill og ekki nema á stangli. Þessum syndlausu náttúrubörnum mun ekki hafa get- ist að miljónafélaginu, þegar það hafði mest umsvif við eyjuna — og lái eg ekki það, hvorki kollu né blika. Viðeyjarhóndi lætur sér ant um fuglinn, eftir því sem í hans valdi stendur. En það hrekkur ekki til, ekki nógu langt. Gemsið í umferðarmenningunni styggir fuglinn og amar honum. Og við þá háreysti ræður enginn einstak- lingur, né heldur drápgirnina. Hins vegar lifir gömul tíð í Viðey að sumu leyti. Þar er Eiríkur pró- fessor Briern, háaldraður vits- munamaður. Mér virtist sem þar sa(i eg ímynd fræðinmnkanna, sem rituðu í klaustrunum fyrrum — staðfestulegur þulur með djúpúðgu augnaráði, vandur að hugsunum og orðum. Þar í eyjunni er kirkja, sem stendur opin alla daga. Svo er sagt, að þá sé óliætt skipum, sem fara um Viðeyjarsund, ef kirkj- an er opin, ekki að öðrum kosti. Við komum að sundinu um kvöld- ið í góðu veðri og biðum eftir ferju- manni; settumst við niður og töl- uðum um kirkjuna. Mér varð að orði, að þora myndi eg að fara um sundið í þessu veðri, þó að kirkjan væri lokuð. — Svo kom ferjumað- ur utan úr Viðey. Við stigum um borð og ferjan synti sína leið. Norðanblær blés á sundinu og bar ferjuna lítið eitt af leið. Þegar nærri eyjunni dró, mælti Eggert bóndi frammi í fyrirrúminu: “Sveigðu fljótt bátinn til hægri handar, ” Það var gert og mátti. ekki seinna vera, því að báturimr var nærri því kominn á sker — blindsker, sem hyldýpi liggur að. Svo sagði Eggert, að hann hefði litið til kirkjunnar, séð að stefnan var röng og þannig vaknað til minnis um blindskerið. Eg varð fár við og þóttist ósvinnur orðið hafa, þegar eg þóttist ekki vera hræddur við sundið, þó að kirkjan væri lokuð. — Var þetta svo að skilja, að eg hefði mælt lastyrði, hálft í hvoru, gegn heilögum anda kaþólskunnar, því að í páfalöndum munu kirkjurnar standa opnar handa þeim, sem vilja biðjast fyrir og leita hvíldar sálum sínum? Þegar eg kom í land, varð mér ljóð á munni um ViSey- Álfröðull Ægissund eldar og brosir við; kveldblær með léttri lund leikur um fiskimið. Umhverfis æða-storð andvari hvíslar hljótt; Ijóðrænt er ljúf'lings orð: “landvættur, góða nótt!" i. Utan frá Ægishöll ómurinn herst um fold. Verður þá viðkvæm öll Viðeyjar kjarna-mold, Bókmenta veglegt ver- vaknar af alda blund. 0*
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.