Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Side 69
HEIMjGAN G AN
35
uni sig undraðist það stórlega, að
sjá alla hina vera komna þangað
á sama staðinn, á sömu stund.
Alt í einu hvarf vafurloginn. Og
kóngssynirnir sáu nú fyrir framan
sig undurfagra höll og blómlegan
aldingarð. Þá kom faðir þeirra á
móti þeim, faðmaði þá og sagði:
“Verið velkomnir heim, synir
mínir! Eg hefi horft á ykkur í all-
an dag; og eg sá hversu kappsam-
lega þið genguð upp fjallið, óg
hve heimfúsir þið voruð.”
“Faðir minn,” sögðu kóngssyn-
irnir einum rómi, “var ekki leiðin,
sem eg fór, sú beinasta og hin eina
rétta?”
“Synir mínir elskulegir,’” sagði
hinn voldugi konungur blíðlega,
“leiðirnir upp fjallið eru margar og
misjafnlega auðgengnar, en þær
liggja allar liingað að lokuin. Eng-
inn getur vilzt, því að allir sjá vaf-
urlogann þangað til þeir eru komn-
ir heim; þá hverfur hann sjónum
þeirra, og þeir fara í gegnum hann
án þess að þeir viti af því. — Sjáið!
Nú er sólin í austri. — Verið vel-
komnir heim!
Kóngssynirnir horfðu til austurs.
Þar var útsýn svo víðáttumikil og
fögur og unaðsrík, að engin mann-
leg tunga fær lýst því.
(Gr^UlllL
(Þýtt úr Ensku.)
Gull! gull! gull!
Gult og bjart og seigt sem ull,
Brætt og grafið, barið, teygt,
Byrði að ná, og halda, seigt,
Safnað, víxlað, selt og keypt,
Sóað, stolið, lánað, greypt,
Af ungdóm sparkað, elli geymt,
Ofan í gröf það hefir teymt
Glæpamenn með gjöld sín full.
Gull! gull! gull!
Gott eða vont, þér þúsund f u 11!
Tómas Benjamínsson.