Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 116
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
«2
Augnablik inn í sér
eilífan helgilund-
Þar iiefir þjóðar sál
jþrifist uin, tímai-bil.
^ornuð við arinbál
augum rent himins til.
Fást ])ar við fræði sín
fornaldar dis var hent.
TTmíbreytti vatni í vín
Yiðeyjar klausturment.
'Tungunnar laugalind
liggur við klausturgrunn.
Lúterska bræði-blind
bókvísi sló á miunn-
Hjartsláttur Helgafell
heitur og mikill greip,
Þingeyrum ]mngan féll
bjóðernisleysu geip.
Út gekk eg aftans stund,
athygli á flugi var —
skundaði á Skúla fund,
skörungs, er hvílir þar.
Steinsúia stendur ein;
stórskorinn afrcksmann
verndar þar> vegleg, hrein,
teðurnæm eins og hann.
Þjóðrækni dul og djúp
drúpir við falinn eld.
Inn undir hulinshjúp
hún leitar nú í kveld-
Menta og minja ver,
mannrauna og kosta storð,
Verðandi veiti bér
víðförult sæmdar orð.
Hjirti sem: helgan dóm
höndin í klausturbygð
dvergasmiíð, Heimis hlióm,
heiðninnar snild og dygð,
aldræna sögusögn,
Sólarljóð, Hávamál,
himnanna huidu mögn,
heimfúsa, skygna sál.
Angandi minja mold
Mímisbrunn á í sér.
Fræðímunks heilagt hold
hugmyndum frjómagn ber.
Ljómaði um listræn kveld
ijós undir vígðum skjá;
bann geymir andans eld
eyjan við sundin blá-
Menning, er merlar sig,
mengug en snoppugylt.
ráfar um refilstig
ringluð og áttavilt. —
Viðri um vaðberg ])ín,
Viðey og Helgafell,
eilífri sólarsýn;
sveipi ykkur skikkjupell.
Mold sem er málstirð hér —
menningar Völuspá
verði nú þulin þér,
það kvæði hlýði eg á.
Þá væri Skúla skuld
skilað á í'éttan hátt. —
Viðeyjar hljóðu huld
helgaðu, bjai-'ta nátt!
3. Æðey í ísafirði.
Frá því eg las í íslandslýsingu að
500 punda varp væiri í Æðey, hafði
mig dreymt um liana sífelt. Nú
loksins efndi eg þá heitstrengingu,
að sjá og kanna eyjuna. Eg kom
þangað um varptímann og þótti
gott um að litast. — Hafnarlægi er
við eyjuna rétt við hlaðvarpa íbúð-
arhússins, svo að þar má lenda vél-
bát með flóöi. Húsakynni eru góð
og gestrisni frábær.
Eyjan er gersemi mikil og fjöl-
skrúðugt um að litast. Landslagi
er svo háttað, að það er allbreyti-
legt, hólar og mýrasund skiftast á
og tjarnir. Fyrir þessar sakir líkar
fuglinum vel að vera á eyjunni. Og
svo er hann samvaxinn búskapnum
þar og fénaöinum nátengdur, að
ær og kollur búa saman í systur-
legri einingu.
Eg bjóst við mikilli blikamergð á
eyju, sem ber í skauti sínu svo
margar æðarkollur, að dúnninn