Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 64
30
TÍMAŒIIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS íslendinga
með dálitlum ákafa, eins og hún
væri að hrinda af sér ákæjru.
“Og þó bera rit þín ljósan vott
um það,” sagði eg, “að þú veizt að
miklum mun meira um þjóðsög-
urnar íslenzku, heldur en margur,
sem fæddur er og uppalinn á ís-
landi. Hvernig gaztu fræðst svo
vel um þau efni, án þess að læra ís-
lenzku?”
Frú Norton leit enn einu sinni til
herra La Farge, eins og hún vildi,
að hann svaraði þessari spurningu.
En hann þagði eins og steinn og
hleypti brúnum.
“Eg skal segja þér sögu,” sagði
frú Norton eftir stutta þögn og leit
til mín. “Og sagan er svona: —
Það var einu sinni stórt námaþorp
í brattri fjallshlíð í Klettafjöllun-
um.. Vorið 1879 kom þar snjóflóð
mikið um miðja nótt og sópaði
burtu vöruhúsi og verzlunarbúð.
Flestir vöknuðu við skruðninginn,
klæddu sig í snatri og gengu út.
Þýða var úti og all-hvass vindur og
tunglið óð í skýjum. — Menn tóku
brátt eftir því, að snjódyngja mikil
slútti fram yfir klettastall ofar í
fjallinu, og mátti búast við að hún
hlypi fram þá og þegar og sópaði
burtu bjálkakofa, er stóð yzt í
þorpinu á gilbarmi nálægt háum
fossi. í kofanum sváfu þrír ungir
málmnemar, og höfðu þeir ekki
vaknað, þegar aðal-snjóskriðan
hljóp fram. Sáu þeir, sem úti voru
(og þeir voru margir), að mönnun-
um í kofanum væí-i bráður bani
búinn, ef þeir væru ekki vaktir
undireins. — Yfirverkstjórinn í
námaþorpinu hét Ben Red. Hann
var stór og sterkur. Hann stóð
yztur í mannþrönginni, kallaði
hásum rómi og sagði: “Hver vill
gefa sig fram og hlaupa yfir að kof-
anum þarna og vekja drengina,
sem sofa þar, því að annars farast
þeir í snjóskriðunni, sem kemur
þar innan lítillar stundar?” — Það
var þögn nokkur augnablik. —
“Hver vill vera hugrökk hetja og
fara og bjarga lífi þriggja góðra
drengja?” sagði Ben Red enn
hæjrra en áður. — “Farðu sjálfur,”
sagði einhver í hópnum. — “Eg á
konu og fimm ung börn,” sagði
Ben Red og það sljákkaði í honum.
“Eg á líka fimm börn,” sagði ein-
hver í mannþyrpingunni. — “Hver
sem hleypur yfir í kofann og vekur
mennina, skal fá það vel launað,”
sagði Ben Red. — Enn liðu nokkur
augnablik svo að enginn gaf sig
fram. — Alt í einu vatt sér maður
út úr mannþrönginni. Það var hár
maður grannvaxinn, en hvatlegur
á fæti, og hafði barðamikinn hatt
á höfði. Hann gekk snúðugt fram
hjá yfirverkstjóranum, honum Ben
Red, og steig stórum skrefum í átt-
ina til kofans, en hljóp þó ekki við
fót. — Menn stóðu á öndinni, því
að búast mátti við snjóskriðunni á
hverju augnablikinu. — “Hugprúð-
ur maður ,þetta,” sögðu menn ein-
um rómi, en þeir sögðu það í hálf-
um hljóðum. — “Hver er hann,
þessi?” sagði Ben Red. En enginn
þar gat svarað spurningu lians.
Enginn, sem þarna var, þekti þenn-
an mann. Og enginn þar hafði tek-
ið eftir honum fyr en hann lagði af
stað í áttina til kofans, er stóð á
gilbarminum. — Altaf hvesti meir
og meir. Tunglið kom fram undan
svörtu skýi og það varð bjart um
fáein augnablik eins og um hádeg-