Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 92

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 92
58 TÍMA.RIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Meðan íslendingar vestan hafs kunnu ekki annað mál en íslenzku, héldu þeir saman eins og ófleygir ungar í hreiðri, en eftir að þeir hafa lært Enskuna, dreifðust þeir víðs- vegar, og þá er hættan á, að þjóð- ernið sé um leið flogið. IX. Það eru stórbæirnir og skólarnir, sem öðru fremur hafa gert íslend- ingum örðugt fyrir að halda þjóð- erni sínu. Meðan Vestur-íslend- ingar bjuggu út af fyrir sig í nokk- uð þétt bygðum nýlendum úti á landi, og eins meðan Winnipeg var lítill bær og þeir einnig samansafn- aðir þar í ákveðnum borgarhluta, þá gat alt gengið að óskum. ís- lenzku heimilin voru alíslenzk og þá lærðu flest börnin heima hjá sér eða í sérstökum íslenzkum skólum. En síðan um aldamót hefir þetta breyzt mjög. íslendingar hafa dreift sér meira og meira, nýjar bygðir hafa myndast, en strjálari, og í stað þeirra, sem hafa flutt úr gömlu bygðunum, hafa komið út- lendingar. Winnipeg hefir vaxið hröðum fetum og er orðin að stór- bæ, þar sem íslenzka nýlendan berst á bökkum með að geta haldið hóp, hvað þá haldið óspiltri ís- lenzkri tungu. En mesta breytingu hefir skóla- skyldan gert. Nú eru börnin skóla- skyld, jafnvel frá sex ára aldri í Bandaríkjunum, og í stórbæjunum er verið að lengja skclatímann alt að því til 18 ára aldurs, svo að allir fái gagnfræðamentun. í skólanum verða börnin eðlilega fyrir megnum áhrifum innan um ensku-talandi börnin og kennarana, enda er þeim áríðandi að læra vei Enskuna, til að geta staðið sig sem bezt í öllum námsgreinum. Engin furða, þó íslenzkan gleymist mörg- um áður en langt um líður. Börnin semja sig að siðum sinna jafn- aldra, leika sér við amerísku börn- in og fá sama smekk fyrir hlutun- um, fara að lesa enskar spennand’ skáidsögur og fara að hugsa og dreyma á ensku. Það þarf sérstakt meðfætt þrelc til að fara að kynna sér íslenzkar bókmentir innan um þenna ameríska mentasjó, og þar að auki þarf sterk íslenzk heinnlis- áhrif til þess að unglingarnir haldi höfði réttu sem íslendingar. En slík íslenzk heimilisáhrif verður sjaldan hægt að finna, þegar ann- ari kynslóðinni sleppir. Hér við bætast þau vandræði, að íslenzkar bækur eru að verða mjög dýrar og mjög torfengnar. Úti um sveitir eru að vísu sumstaðar ís- lenzk lestrarfélög enn við lýði, en þó í afturför, og t. d. í Winnipeg er ekkert slíkt félag til. Eitt er enn, sem hefir hjálpað til að bola íslenzkunni út úr húsi. Það er, að gamla fólkið hefir smám- saman verið að týna tölunni og komast undir græna torfu. En gamalmennin voru bjargvættir alls þess sem íslenzkt er. Við þeirra kné læyðu börnin guðsótta og góða siði, sögur og kvæði og æfintýri. Nokkuð mörg gamalmenni eru komin til Gimli á gamalmennahæl- ið þar, og er það myndarleg stofn- un. En eg verð að segja að eg hefði heldur séð sumt af því góða fólki komið niður hér og þar á barna- heimili, til að rétta hjálparhönd og segja börnunum til í íslenzkum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.