Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 53
AFiRUNAMÁLTÆKI NOKKUR ÚTLISTU©
19
sem annars er hnoss eða góðindi
mikil i sjálfu sér. Gjöf Njarðar þ.
e. þá er Njörður var gefinn. Skaði
kaus sér mann að fótum, en gall-
inn var að það var ekki Baldur,
þótt fæturnir væru forkunnar fagr-
ir. Það er þessi galli, sem máltæk-
ið á eiginlega við, þótt löngu sé nú
skipt um guði, sál og sól
sektuð lijarta ljóðin.
Ó 1. Elta ólar um e-ð, togast á,
reyna með sér hvað sem er, af
skinnaleiknum gamla.
P u n d. Verja sínu pundi vel
eða illa, ávaxta sitt pund o. s. frv.
kannast allir við af guðsorði.
P ú s s. Hafa e-n í pússi sér,
er sama o.g nú er sagt að liafa ein-
hvern í vasanum. Því púss eða
pungur er vasi; þó er sá munur á,
að pússinn var bundinn við brók-
arbeltið eða um mann, svo hægt
var að leysa hann frá sér og gefa
á nasirnar með honum og inni-
haldi hans, en vasann er ekki hægt
að hafa til þess. Bera e-n í pússi
sér, taka bætur fyrir veginn frænda
var fyllilega lögum samkvæmt, en
skörulegri þótti blóðhefndin.
Refur. Til þess eru refarnir
skornir, þ. e. það býr undir við-
höfninni, fagurgalanum, verður
þeim oft að orði, sem beðinn er
bónar með dekri og viðhafnaratlot-
um, þegar hann þykist sjá, að hann
sé dekraður til þess eins og að ná
hóninni af honum; nokkuð svipað
°g þér verður ekki kápan úr því
klæðinu, nema þar er þegar neitun
greidd við því, er maður vill fá.
Refur er voð, vaðmál. Þegar mik-
ið skyldi viðhafa fyrrum, þá voru
hús sópuð og gólf stráð og refar
skornir til að tjalda skálann; af
þeim sið er máltækið runnið. Þótt
refar séu ekki framar skornir eða
reflar hafðir til viðhafnar á hátíð-
um og tyllidögum, því þiljur hylja
nú moldina, þá skilja refarnir ekki
við hátíðahöldin. Þeir hafa fest sig
við hátíðamatinn, liið eina veru-
lega, sem lifir eftir af fornu við-
höfninni sbr. jólarefur, eiga eftir
af jólaref sínum, lúka við jólaref
sinn.
Refur er vitaskuld sama orðið
og vefur; stofninn aríski líklega
vraf, og íslenzkan fleygir úr stofni
öðruhvoru v eða r, sem vill. Þess
eru nokkur dæmi. Guðbrandur
Vigfússon nefnir ríta og veita,
Ensku write. Sagnirnar vefa, vaf,
ofinn, og vefja, vafði, vafður, eru
algengar, en ekki hefi eg heyrt
refa, ref, raf, ráfum, refinn, né
refja, rafði, rafður. Þó eru þær til
eða réttræðar í tungunni, það vitna
orðin: refur, refjar eða refjur, refði,
ræfur, rjáfur, sem eru húsgangar
af þeim, og svo raf, því svo er raf
kallað af því, að refinn steingervan
sér í því. — Tjalda því sem til er, er
og af refaviðhöfninni gömlu komið.
— Skjóta e-m ref fyrir rass, leika á
e-n, Skozka; af ádráttarveiði, því
refur er nót, net.
Rósir. Baða í rósum, eiga við
sældarkjör að búa. Rósir eru grip-
ir úr málmi eða við, krotaðir útflúri
til prýðis, svo sem hólkar og hringj-
ur, krossar og kyngjur, sömuleiðis
staup, skálar og ker.
Á angandi beði rósa
dvaldi eg um daga ljósa,
kveður vestanhafsskáld eitt eins og
hann þekki hvorki þessar rósir
né aðrar. Annars á Pranska sama