Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 106
72
TfM-ARIT RJ ÖÐ.RÆKNISTJÉLAGS ÍSLENŒ>INGA
Gyöinga, og ruglaðist í boðorðun-
um þegar hún gekk til prestsins, —
og nú þóttist Gunsa í Gíslabúð hafa
séð Gunnar halda utan um hana,
úti á Merkisteini! Var það mögu-
legt?
Auðvitað hafði liún látið sem
ekkert væri þetta ár; varð að gera
það. Þau höfðu aðeins verið trú-
lofuð sín á milli, svo hún átti eng-
an rétt á samhygð frá neinum,
vildi dyljast, vildi láta sem ekkert
væri. Hafði hún ekki dansað hér
um bil annan hvern dans við Lárus
prófasts, á samkomu kvenfélagsins
“Vonarljósið” á þrettándanum, og
látið sem hún skemti sér ágæt-
lega?.
Ekki svo að skilja að Gunnar
þætti svo sem nokkuð sérlegt í
Sandfirði. Búðarmaður hjá föður
sínum, “Manga á höfðinu”, sem
ekki hafði farið á höfuöið, en var
alla tíð á takmörkunum. Því gat
hún ekki hrundið honum úr huga
sínum? Því var henni svo hugleik-
ið hvert orð hans og athöfn, hvert
bros — hver koss-------
Því hafði hún ekki slakað til
með þessa opinbérun? Hún hafði
aldrei tekið eftir því fyr en þetta
ár, hve oft mamma hennar sagði:
“Já, það er nú líklega alveg rétt” —
þegar pabbi hennar stóð á ein-
hverju fastara en fótunum, sem
hún vissi að mömmu hennar fanst
ekki rétt. Ofseint!
Það voru ekki neinir aðrir piltar
í Sandfirði — ekki sem hún gat tal-
ið. — Lárus prófastsson dansaði
Ijómandi vel, og virtist hafa mikla
ánægju af að dansa við hana.
Björn formaður á “Sigurfara”
bauð henni ofan í kjallara upp á
kaffi, strax eftir fyrsta dansinn,
sem hann dansaði við hana, og
virtist ekkert vera að flýta sér,
hafði jafnvel boðið henni hestinn
sinn, hvenær sem hún vildi. Svo
var Arnfinnur Jóliannsson! — Addi
Jóhannsson, gullsmiðs. Addi var
áreiðanlega skotinn í henni, en það
skrítnasta var, að hún liafði aldrei
gert neitt til þess að hæna hann
að, aldrei verið annað en blátt á-
fram “alminleg” við hann, rétt eins
og hvern og einn sem í búðina kom
til að kaupa kökur og vínarbrauð,
og þó hafði hann gert sér möguleg
og ómöguleg erindi upp á síðkast-
ið, jafnvel ymprað á því, að hann
ætlaði að fara á jóladansleikinn, ef
hann vissi að viss stúlka vildi fara
með sér; Addi sem ekki kunni að
dansa nema polka, og það ekki sem
bezt!
Addi var stiltur piltur. Foreldrar
hans talin efnuð. Því gat liún ekki
gleymt Gunnari? Hvaða vitleysa
hafði komið yfir hana? — Hún sá
aldrei hendur hans svo hana lang-
aði ekki til að snerta þær — Gunn-
ar!
Var það mögulegt, var klukkan
að slá níu! Hún flýtti sér að næla
síðasta títuprjóninn í húfuna, og
þaut ofan.
Eyjólfur bróðir hennar sat við
eldhúsborðið og var að enda við
seinni bollann.
“Þú ert samt ekki að flýta þér
að leysa pabba af hólmi, Sveinlaug,
þó þú vitir að hann hafi verið á
fótum, síðan klukkan sex.”
“Og þú ert ekki heldur að hraða