Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 144
110
TIMARIT ÞJÓÐiRÆKNISFÉLiAGS ÍSLENDINGA
komin á markaðinn en hún hlaut
einróma lof hérlendra bókavina.
Ber öllum ritdómurum saman um
l)að, að sem saga sé “The Viking
Heart” alveg sérstök í skáldsagna-
gerð hinnar amerísku þjóðar og
höfundurinn skipi sæti í fremstu
röð skáldsagnahöfunda hér í álfu,
er riti á enska tungu. Er það eigi
lítið lirós, þegar að því er gætt, að
skáldsagnahöfundar eru margir, en
hún er fyrsti íslendingurinn, sem
snúið hefir sér algerlega að því að
rita á enska tungu. Mentun sína
mun frú Salverson hafa hlotið að
mestu við skóla í Bandaríkjunum,
því hún var á þeim aldri, um það
leyti er foreldrar hennar voru bú-
sett í bænum Duluth í Minnesota-
ríki. En ritfær er hún vel á Is-
lenzku og mælir vel á íslenzka
tungu. Frú Salverson er gift
norskum manni, er George Salver-
son heitir, og búa þau í borginni
Calgary í Alberta.
Efni sögunnar “The Viking
Heart” er tekið úr þjóðlífi Islend-
inga hér vestra. Byrjar sagan á
því að segja frá vesturflutningum
fyr á árum, og hinum mörgu og
miklu erfiðleikum, sem íslenzkir
vesturfarar höfðu við að stríða á
frumbýlingsárunum. Nefnir höf.
fyrsta kaflann: “They that go be-
fore” — þeir sem á undan hafa
farið. Er þar vel að orði komist og
lýsingar furðu nákvæmar og góð-
ar. Þá er næsti kaflinn um land-
námið í Nýja íslandi og baráttu
manna þar fyrir h'finu. Er sá kafl-
inn víða meistaralegur. Verður
eigi annað sagt en að myndirnar
séu dregnar bæði af skilningi á fá-
tæktinni og erfiðleikunum, og með
viðkvæmri samúð til þeirra, er þar
áttu í höggi við einangran, hungur,
drepsóttir og dauða. Þriðji og síð-
asti kaflinn segir frá betri afkomu
þjóðarinnar. En þá kemur heims-
ófriðurinn mikli, er varpar drunga,
og dapurleika yfir þjóðlífið, og á
þá, sem mikið hafa reynt, er lögð
bú aukabyrði, að verða á bak að
sjá þeim, sem þeir unna mest, er
heimtir eru í stríðið og eiga eigi
afturkvæmt.
Sáiarlýsingarnar eru alstaðar
ágætar í sögunni, og sögupersón-
urnar halda sér mætavel gegnum
alla frásöguna og eru lifandi fólk.
Islenzku málfæri nær höf. víðast-
hvar og hefir auðsjáanlega lítið
fyrir því, og málshætti, er mjög
skreyta íslenzkt alþýðumál, tekst
henni vel að færa yfir á Ensku, og
er það þó ekki auðgert. Þá koma
þar fyrir ljómandi setningar, er
lýsa í örfáum orðum lundar- og
eðlisfari íslendinga, t. d. sem þessi
á bls. 322: “It is as natural to the
Icelandic heart to turn to poetry in
times of stress as for another to
search his Bible”. Er þetta vissu-
lega satt, — vísurnar íslenzku hafa
varið hjartað,
“Þær eru margar lærðar lítt,
leita skamt til fanga,
en þær klappa yndisþýtt
eins og barn á vanga.”
Ritdómararnir margir hafa líka
bent á það, að saga þessi sé með
öðrum hætti en flestar aðrar, en
það er íslenzka efnið, sem hún er
ofin úr. Lesendum til gamans vilj-
um vér tilfæra héðan og handan