Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 144

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 144
110 TIMARIT ÞJÓÐiRÆKNISFÉLiAGS ÍSLENDINGA komin á markaðinn en hún hlaut einróma lof hérlendra bókavina. Ber öllum ritdómurum saman um l)að, að sem saga sé “The Viking Heart” alveg sérstök í skáldsagna- gerð hinnar amerísku þjóðar og höfundurinn skipi sæti í fremstu röð skáldsagnahöfunda hér í álfu, er riti á enska tungu. Er það eigi lítið lirós, þegar að því er gætt, að skáldsagnahöfundar eru margir, en hún er fyrsti íslendingurinn, sem snúið hefir sér algerlega að því að rita á enska tungu. Mentun sína mun frú Salverson hafa hlotið að mestu við skóla í Bandaríkjunum, því hún var á þeim aldri, um það leyti er foreldrar hennar voru bú- sett í bænum Duluth í Minnesota- ríki. En ritfær er hún vel á Is- lenzku og mælir vel á íslenzka tungu. Frú Salverson er gift norskum manni, er George Salver- son heitir, og búa þau í borginni Calgary í Alberta. Efni sögunnar “The Viking Heart” er tekið úr þjóðlífi Islend- inga hér vestra. Byrjar sagan á því að segja frá vesturflutningum fyr á árum, og hinum mörgu og miklu erfiðleikum, sem íslenzkir vesturfarar höfðu við að stríða á frumbýlingsárunum. Nefnir höf. fyrsta kaflann: “They that go be- fore” — þeir sem á undan hafa farið. Er þar vel að orði komist og lýsingar furðu nákvæmar og góð- ar. Þá er næsti kaflinn um land- námið í Nýja íslandi og baráttu manna þar fyrir h'finu. Er sá kafl- inn víða meistaralegur. Verður eigi annað sagt en að myndirnar séu dregnar bæði af skilningi á fá- tæktinni og erfiðleikunum, og með viðkvæmri samúð til þeirra, er þar áttu í höggi við einangran, hungur, drepsóttir og dauða. Þriðji og síð- asti kaflinn segir frá betri afkomu þjóðarinnar. En þá kemur heims- ófriðurinn mikli, er varpar drunga, og dapurleika yfir þjóðlífið, og á þá, sem mikið hafa reynt, er lögð bú aukabyrði, að verða á bak að sjá þeim, sem þeir unna mest, er heimtir eru í stríðið og eiga eigi afturkvæmt. Sáiarlýsingarnar eru alstaðar ágætar í sögunni, og sögupersón- urnar halda sér mætavel gegnum alla frásöguna og eru lifandi fólk. Islenzku málfæri nær höf. víðast- hvar og hefir auðsjáanlega lítið fyrir því, og málshætti, er mjög skreyta íslenzkt alþýðumál, tekst henni vel að færa yfir á Ensku, og er það þó ekki auðgert. Þá koma þar fyrir ljómandi setningar, er lýsa í örfáum orðum lundar- og eðlisfari íslendinga, t. d. sem þessi á bls. 322: “It is as natural to the Icelandic heart to turn to poetry in times of stress as for another to search his Bible”. Er þetta vissu- lega satt, — vísurnar íslenzku hafa varið hjartað, “Þær eru margar lærðar lítt, leita skamt til fanga, en þær klappa yndisþýtt eins og barn á vanga.” Ritdómararnir margir hafa líka bent á það, að saga þessi sé með öðrum hætti en flestar aðrar, en það er íslenzka efnið, sem hún er ofin úr. Lesendum til gamans vilj- um vér tilfæra héðan og handan
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.