Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 134
100
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNLSTÉLAGS ÍSLEMDINGA
-----------)
seni aðaltilgangur hans er. öll
félög geta gert stórmikið að því að
glæða áhuga meðlima sinna fyrir
þjóðerninu og gert sér far um að
íslenzkt mál sé talað sem hreinast
á fundum þeirra.
Eitt félag er til meðal okkar
Vestur-íslendinga, sem mætti bú-
ast við að léti sig þjóðernismálið
miklu varða, þótt það sé ekki aðal-
verkefni þess — það er Stúdenta-
félagið íslenzka. Eg geri ráð fyrir,
að Stúdentafélagið hafi það helzt
fyrir markmið, að safna saman ís-
lenzkum námsmönnum í Winnipeg
í því skyni að þeir kynnist og glæði
hver hjá öðrum áhuga fyrir fræðslu
og öðru, sem þeim kemur sérstak-
lega við. Félagið hefir gert þó
nokkuð í þá átt, að venja meðlimi
sína við ræðuhöld, og hefir látið
þau fara fram á íslenzku. Á það
þakkir skilið fyrir það. En tilþrifa-
lítið hlýtur alt slíkt starf að vera,
þar sem meðlimirnir eru yfirleitt
hálfþroskaðir unglingar. Eg minn-
ist ekki að hafa séð í fundaraug-
lýsingu þess félags, að nokkur
eldri mentamaður hafi nokkurn-
tíma haldið fyrirlestur fyrir því um
nokkurt efni, né heldur, að það hafi
tekiö til meðferðar nokkurt efni
bókmentalegs eðlis, nema lítils-
háttar í kappræðum ef til vill; og
þar er aðaltilgangurinn ekki
fræðsla, lieldur það að reyna að
bera sigur úr býtum með mælsku,
sem vel getur verið eintóm mælgi.
Stúdentafélagið er eina íslenzka
mentamannafélagið, sem er til hér
vestra. Það ætti að vera annað og
meira en unglingafélag, og skemti-
félag má það um fram alt ekki
vera. Þaö ætti að nota sér miklu
betur en það gerir þekkingu þrosk-
aðri manna, einkum í íslenzkum
fræðum. Það lægi næst verkefni
þess að kynna sér vel íslenzkar
bókmentir og láta sér ant um ís-
lenzkt mál hér meðal okkar. Áhrifa
þess ætti að gæta miklu meira út á
við en raun er á. Eins og er, veit
varla nokkur maður af því og það
lætur aldrei til sín heyra í nokkru
máli.
Lestrarfélögin eru alþýðleg
fræðslufélög. Þau eru í flestum ís-
lenzkum bygðum hér vestra og
eiga sum allmikið af bókum. En
mjög eru þær bækur misjafnlega
valdar, sem við er að búast. Víðast-
hvar sýnir valið þann lirapallega
misskilning að bókalestur eigi að-
eins aö vera til dæigrastyttingar, til
þess að skemta. Þess vegna eru
það skáldsögur og þær misjafnlega
góðar, sem mest eru keyptar. Lé-
legustu blaðasögur eru þar jafn
mikils metnar og beztu frumsamd-
ar skáldsögur. Fræðirit sitja á
hakanum. Viðbáran er vanalega
sú, að enginn vilji lesa þau. Um
eitt lestrarfélag veit eg, sem fyrir
nokkrum árum var alveg ófáanlegt
til þess að kaupa stórmerkilegt ís-
lenzkt sögurit, sem er bæði stór-
fræðandi og skemtilegt að lesa;
peningunum varð að verja til þess
að kaupa skáldsögur, ekkert nema
skáldsögur, og þýddar sögur eftir
þriðja og fjórða flokks liöfunda
enska og ameríska voru teknar
fram yfir sögur hinna beztu ís-
lenzku höfunda.
Það ber að skoðast sem verkefni
lestrarfélaganna að styðja að ís-