Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Qupperneq 58
f'
24 TÍMARIT X>JÖÐRÆKNISFÉLAOS ÍSLENDINGA
nafn þess Færeyings. Þrándur er
nútíðarlýsiorð sagnarinnar þrá, að
vera þrár, andviljaður, haft hér
nafnorð: mctstöðumaður. Lýsiorð
þessa sagnflokks eru altíð nafnorð,
fjandi, fjendur, frælndi, frændur,
þráandr, þrándur, þrændur. Þránd-
ur hefir geymt sterka hneigingu
þessara lýsiorða í eint., og sýnir
það bezt, að máltækið er hundgam-
alt, líklega á gangi löngu áður en
Þrándur í Götu sá ljós þessa heims.
Andstaða Þrænda og Þrándheims
við aðra byggja og bygðarlög í Nor-
egi bregður víða fyrir í sögum
Noregskonunga, og næsta líklegt,
að Þræjndur liafi nafn sitt af henni.
Þrándur er ekki eina orðið, sem
heldur sterkri hneigingu lýsiorða
þessara, það á sér einn félaga að
minsta kosti, þótt ekki sé góður.
Það er vondur eða vándr. Váandr,
vándr flt. (véndr), vindr, eins og
þrændur, þjóðarnafn alkunnugt af
titli konungs vors og illræmt, svo
sem nafnið ber með sér, á Norður-
löndum, því þeir fóru þau oft rán-
um og manndrápum, sem sögur og
annálar votta. Rétt er að rita Vind-
ur og Vindland upphafsstöfum.
Váandr, vándr, er nútíðarlýsiorð
sagnarinnar vá (vo), haft um-
merkis-orð. Sögninni var svo
snennna slegið saman við sögnina
vega, vá, vágum, veginn, sakir lík-
ingar í sumuin myndum, að jafn-
vel skinnhandrit gera sagnanna líkl.
engan mun nema í lýsiorði þessu.
Enginn vandi er samt að vinsa
sundur nafnorð, runnin af beyging-
arstofnum sagnanna, og af þeim
finna beyginguna alla saman. Af
sögninni vega koma orðin: vegur,
(bcndasess, leið), vaga, vagn, vog,
vogur, (gröftur í kýli, því hann
vegur upp), og vogur (sær), um-
merki-orðið vægur og þar af sögn-
in vægja. Af nafnhætti hinnar
sagnarinnar koma vá (vo), váði,
(voði), veð (hlutur sá er maður
vær eða hættir), og und (sár). Af
þátíðarstofni: cgn, ógur, víg (svo
stafsett fyrir ýg), vígi (staður
hentur til víga), Vígi (liundsheiti),
Ægir (sjávarheiti), vígur eða ýgur
(óvígur, illvígur, mannýgur), af
ummerki-orðinu sögnin vígja,
(helga, líklega af slátrun fórnar-
dýra, sem athöfninni var samfara.)
Ennfremur eru vé, helgir staðir,
blctstaðir, þar sem fórnárdýrin
voru vegin, Vár áheita- cg trygða-
gyðja, því menn ógu sér und-
ir við heitin, Væringjar, sveit Norð-
manna í Miklagarði, hefir verið
lagt út bandalið af Vár, og má vera
að rétt sé, þó það geti eins merkt
vígamenn, líkt og Vindur. Því vær-
ing er ófriður, skærur, og væfing
(í liári og ull,) er hið dauða afruð
hörunds eða húðar.
Beyging sagnarinnar er þá auð-
sæ. Hún gengur eftir 3. flokki
sterkra sagna í Wimmer, vá, væ, ó,
ógum, veginn, eins og glá.
Eldri myndin, þ. e. áður en g-ið
hleypur úr nafnhætti sagnar, er
vaga, sbr. Ensku wage, og beygist
veikri beygingu eins og daga
nú vogur.
Æsar. Fara, spyrja, rekja, vita
e-ð út í æsar, allar æsar, yztu æsar,
þ. e. ýtarlega, til fulls, vandlega,
“er dregið af fláningu,” segir próf.
Finnur, “æsar eru langyztu part-
arnir (jaðrarn.ir) af fleginni húð,
en einkurn þar sem fætur dýrsins
eru skornir af”. Eg hefi heyrt út-
\