Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 73
INNI 1 BLÁMÓÐU ALÖiAiNNA
39
þeim. Þá fegrast þeir og vaxa, og
mennirnir, sem eru tengdir atburð-
unum, lifa við, og við sjáum þá og
heyrum til þeirra. Forfeður vorir
á söguöldinni höfðu næmt eyra til
að lieyra fótatak og aiidardrátt fi’á
liðnum öldum — andardrátt kyn-
kvíslanna og fótatak kynslóðanna.
Hví skyldum vér, niðjar þeirra,
vera frábitnir því að hlusta og
horfa á þvílíkan hátt, sem þeir
gerðu — út í fjarskann?
Vér skulum líta á hreystina
stundarkorn, þá gömlu og frá-
sagnaverðu. Hún er þess verð,
okkur sem erum að veslast upp af
brjóstveiki, tannfalli og blóðskorti.
Tvímælalaust er um auðugan garð
að gresja í þeim efnum, þar sem er
fornöldin öll í heiðríkju heiðninn-
ar. Þykir ykkur ekki glóa á glæsi-
velli Goðmundar konungs, sem
jötnana hafði í boði, þá sem léku
í höllinni að vættarþungum, gló-
andi járnknetti. Þarna einhentu
þeir knöttinn, sumir jötnarnir, og
urðu beinbrot og áverkar. Þar
var í höllinni Grímur hinn góði,
vínstikillinn, sem var holdgróinn
munnur að ofan og liló við þeim,
sem mæltu vel til hans. -— Um þetta
tröllaleikmót kvað Bessastaða-
skáldið nafntogað kvæði, sem byrj-
ar svo:
Hjá Goðmundi á Glæsivöllum
gleði er í höll,
glymja hlátrasköll.
En um Grím góða, vínstikilinn,
segir Grímur:
En óminnisliegri og illra lióta norn
undirniðri í stiklinum þruma.
Ýkjur og skáldaskrök! munu
margir segja. Vera má að frásögn-
in sé ýkt. En þó er hún töfrandi.
. Og hvenær mundi verða skáldað
um knattspyrnumennina, sem nú
eru að gera hvern annan haltann.
Knattleikurinn á Glæsivöllum sá
sem fór fram í höll Guðmundar
jötnakonungs — hann hillir og ber
við háloftið. Og þó að hann sé
ekki dagsannur, þá bendir hann
samt sem áður til þeirra manna,
sem voru liraustari og sterkari en
mennirnir eru nú, af því að lifnað-
arliættirnir voru þá nær brjóstum
náttúrunnar en nú gerist. Vér get-
um ekki, hvað sem líður jötnaleikn-
um í Goðmundarhöll, neitað þeirri
staðreynd, að forfeður vorir báru
glóandi járn þrjú fet, þegar þeir
vildu sanna mál sitt. — Þeirra eið-
ur eða svardagi var með þeim
liætti. Og berserkir óðu gegnum
eld óbruniiir. Þannig sindrar á
hreystina fornfrægu; hana ber við
loft, og þá menn, sem hún fóstraði
og studdi — þannig mæna þeir upp
úr láglendi gleymskunnar. Þannig
sjást þeir inni í blámóðu aldanna.
Svo gerðu hinir fyrri menn!
Þannig mæltu gömlu vitringarnir,
sem mátu lífsreynsluna og leggja
vildu áherzlu á orð sín.
Jón Loptsson í Odda neitaði ekki
því, að æðsti maður kirkjunnar
væri virtur. Þá var lotning borin
fyrir kirkju og klerkdómi, og var
sú trú almenn, að lyklar himnarík-
is væru í þeim liöndum. Þó mælti
Jón Loptsson: En eklti er hann
vitrari en vort foreldri! Einkanlega
er vit foreldrisins bezt og nota-
drýgst þeirri kynkvísl, sem býr við
samskonar skilyrði sem Eóttbálkur-
inn mosavaxni iiefir búið við. Hon-
um hefir að vísu yfirsézt í sumum