Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 137
ARFURINN
103
Sanngjarnir en réttlátir dómar um
rit eru nauðsynlegir. Þeir eru leið-
beinandi fyrir almenning, og það er
ein af skyldum blaðanna, að kveða
þá upp.
Blöðin eiga tilveru sína undir því,
að hér séu til íslenzkir lesendur,
Gleymist íslenzkt mál hér í landi,
hljóta þau að líða undir lok. Þau
eru því beinlínis að vinna að fram-
tíðarhag sínum með því að vinna
að viðhaldi íslenzkrar tungu. Það
ætti að vera þeim eitt hið stærsta
áhugamál, hvaða málum sem þau
annars fylgja, að styðja að við-
haldi tungunnar. Áhrif þeirra viku-
lega á lesendur sína myndu fá
meiru orkað í þá átt lieldur en
margar ritgerðir og áminningar.
Því betur sem þau vanda málið, því
meiri von er um að allir, sem eitt-
hvað fást við að rita, vandi sig. Þau
geta aldrei verið of vandlát við þá,
sem í þau rita, og þau ættu að gera
þeim það að skyldu, að setja fram
skoðanir sínar á nokkurnveginn
lýtalausu máli.
Pélagsskapurinn og blöðin, þess-
ar stofnanir okkar, sem starfa að
öllu því, er heyrir til oltkar andlega
lífi, hve miklu gætu þau ekki áork-
að í því efni að varðveita okkar
dýra arf! Hér er ekki ókleift verk,
þótt erfiðleikar séu nokltrir; en hér
er verk, sem krefst þess, að við
höfum vilja og vakandi áhuga.
Tómleikinn og sinnuleysið þurfa
að hverfa; sá liugsunarháttur, að
það eitt sé okkur gagnlegt, sem afl-
ar fjár og kemur okkur í efnaðra
manna tölu, á að líða undir lok.
Hin sanna menning er margþætt;
hún er rneira en matur og drykkur,
meira en lífsþæ(gindi og velgengni;
hún er andans menning, þroski
vits og göfugra tilfinninga. Þess
vegna er það, að bókmentir og list-
ir eiga svo stóran þátt í framförum
þjóða á menningarbrautinni. Ef
við að svo komnu köstum frá okk-
ur arfi okkar, glötum við stórurn
liluta af menningu okkar. Það
hygg eg að vakað hafi fyrir stór-
skáldinu nýlátna, sem jafnframt
var einn hinn bezt mentaði íslend-
ingur á síðasta fjórðungi liðinnar
aldar og fyrsta fjórðungi þeirrar
aldar, sem yfir stendur, er hann á-
varpaði okkur með þessum orðum:
“Særi eg yður við sól og báru,
Særi eg yður við líf og æru,
yðar tungu, orð þótt yngist,
aldrei gleyrna i Vesturheimi.”
Já, orðið yngist, nýjar liugsanir,
ný sannindi berast til okkar; og
vera má að einhverjum okkar
auðnist. að gefa heiminum eitthvað
það, er liann vill varðveita að okk-
ur liðnum; en tungan má ekki
gleymast, því hún geymir það, sem
smáþjóðin norður við heimskauta-
baug hefir af mörkum lagt til hinn-
ar varanlegu andlegu menningar
heimsins.