Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 62
■28
TÍMABIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
Vancouver að kvöldi þess dags sem
nefndur var. Og var þess jafn-
framt getið, að frú Norton væri
ágætur rithöfundur, og að hún
hefði skrifað margar góðar skáld-
sögur undir dularnafninu: Eric S.
North. Líka var það tekið fram,
að kona þessi væri ekkja og ætti
lieima í Ontario, en að hún hefði
komið til Vancouver til þess að
finna systur sína, frú Smiles að
nafni, sem heima ætti á hinum svo-
nefndu Shaughnessy-hæöum þar í
borginni.
Mér fanst nú eg liafa himinn
höndum tekið; og þegar hið til-
tekna kvöld kom, fór eg í leikhúsið
og hlýddi á fyrirlestur frú Norton.
Hann var fluttur vel og skörulega,
og var unun á að hlýða. Og þó hann
væri aðallega um ritverk ensku-
mælandi skáldanna í Canada, þá
mintist frú Norton nokkrum sinn-
um á íslenzkar bókmentir, einltum
þjóðsögurnar, og fór mjög fögrum
orðum um þær, og var auðheyrt, að
hún vissi meira um þær sögur en
aðeins nafnið tóm't.
Frú Norton var á að gizka rúm-
lega þrítug að aldri, fremur lítil
vexti, með hrafnsvart hár en blá
augu. Virtist mér að henni svipa
nokkuð til leikkonunnar heims-
frægu, Sarah Bernha-rdt, en henn-
ar hafði eg oft heyrt getið og séð
mynd af lienni í blöðunum. Með
frú Norton var ungur maður, hár
og forkunnar-fríður sýnum. Hann
talaði nokkur orð áður en fyrir-
lesturinn byrjaði, og eins, þegar
honum var lokið. En öll framkoma
hans í þetta sinn minti mjög á
glæsimennið, Damala hinn gríska,
eiginmann leikkonunnar frakk-
nesku.
Eftir að hafa hlýtt á fyrirlestur-
inn, þóttist eg vera ennþá vissari
en áður um það, að þessi uppáhalds
rithöfundur minn (Eric S. North,
að öðru nafni: Ethel Swanfrid Nor-
ton) vsqri af íslenzku bergi brot-
inn, að minsta kosti í aðra ættina.
En til þess að vera alveg viss urn
það, tók eg það til bragðs, að eg
skrifaöi frú Norton fáeinar línur
(af því að eg vissi utanáskriftina
til systur liennar á Shaughnessy-
hæðum): sagði eg henni, hversu
hrifinn eg væjri af sögum hennar;
þakkaði eg henni fyrir vinsamleg
orð í garð íslendinga og íslenzkra
bókmenta; kvaðst eg lengi liafa
liaft hugmynd um að hún væri af
íslenzkum ættum, og bað eg hana
að láta mig vita, hvort sú hugmynd
mín væ/ri rétt eða röng.
Það leið fyrir víst heil vika eða
meir, þangað til eg fékk svar frá
frú Norton. Og svar hennar var
það, að liún bað mig að tala við sig
næsta dag, um nónbilið, í húsi syst-
ur sinnar.
Og næsta dag eftir hádegið, þeg-
ar klukkan var þrjú, var eg kominn
í hús það, sem frú Norton hélt til í.
Mér var vísað inn í lítið herbergi,
er auðsjáanlega var lesstofa. Frú
Norton var þar fyrir, og eins ungi
maðurinn vöxtulegi og forkunnar-
fríði, sem eg sá í leikhúsinu, þegar
eg hlýddi á fyrirlesturinn, og áður
hefir verið á minst.
Frú Norton virtist verða glöð að
sjá mig. Hún ávarpaði mig alúð-
lega (á ensku, auðvitað) og bar
nafnið mitt fram með næistum því
alíslenzkum Ureim. Hún nefndi