Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 60
26
TfiVIAJRIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lætur menn hr^kkva, gerir mönn-
um hr^kk eða hrekk; merkir ekki
ættleri, heldur sá, sem lætur sjá
aumur á sér, sama og þarfi, ómagi.
Máltækið er sjálfsagt runnið af
hinni víðtæku framfærslu ættar-
innar að fornum lögum. Skyldan
tók fram til annara-bræðra og
merking máltækisins er, að einn
ómaga eigi hver ætt, að minsta
kosti, engin ætt sé ómagalaus með
öllu.
Afruna-máltækin eru gim-
steinar tungunnar, glitrandi af
fegurð hennar og leiftra af íslenzk-
um þjóðmenningar-minjum hvar
sem litið er á þau. Þeir gripir eru
meira virðis en svo, að varðveizla
þeirra eigi að vera komin undir
því, að “þá geti tínt saman þeir, er
það vilja.” Annað eins virðist bera
vott um yfirborðsskilning á jafn-
mikilvægu málfræðis- og þjóð-
menningarsögulegu verkefni og
máltækin eru. Þau eru óðum að
fyrnast og víkja fyrir öðrum, runn-
um af því, sem úreldir fyrir nýtízk-
una. Þau eru í tungunni svo skift-
ir mörgum hundruðum, og ætti að
safna þeim, áður en þau glatast, og
gefa út í orðabókarformi, með ná-
kvæmum skýringum. íslenzkri
tungu myndi stórgróði að slíkri
bók, og meira að segja allri ís-
lenzkri fræði, hverrar greinar sem
væri. Því fortíðarkerfið liggur í
máltækjunum, eins og í fagursjá í
einlægum brotum og ögnum af öllu
tagi, svo skírum af glöggri snild
tungunnar, að dregur til fullrar
sýnar um margar aldir. Það væri
verkefni fyrir Islenzku-fræðing að
lesa saman brotin og agnirnar og
sýna hve langt þau hrykkju í kerfið
altsaman; en óskandi væri að til
þess gerðist einhver sá, sem ætti
þunna hlust til að bera við móður-
máli sínu, og væri óljúgfróður um
hagi og háttu fortíðar út í allar
æsar.