Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 143
Frú Lára Goodman Salverson.
Kona sú er hér
um ræðir, lief-
ir orðið þjóð-
kunn meðal
hinnar hér-
lendu þjóðar
nú á síðast-
liðnum tveim-
ur árum. Er
hún fædd hér
í Winnipegborg
og er enn ung
að aldri. Eru foreldrar hennar bæði
á lífi og hafa búið hér í bæ og í
borginni Duluth í Minnesota alla
þá tíð síðan þau komu frá íslandi,
í nær fjörutíu ár. Heitir faðir henn-
ar Lárus Guðmundsson og er ætt-
aður úr Borgarfirði suður, en móð-
ir Ingibjörg Guðmundsdóttir og er
hún ættuð af ísafirði.
Frú Lára Goodman Salverson er
með hinum fyrstu íslendingum hér,
er við bókmentastörf hafa fengist,
er lagt hefir fyrir sig að rita ein-
vörðungu á enska tungu. Hefir
hún ritað margar smásögur á
Ensku, er birzt hafa í ýmsum blöð-
um hér í álfu og hlotið einróma lof
að maklegleikum.
Vakti það fyrst athygli á henni,
að sumarið 1922 hlaut hún verð-
laun, er Regina-deild liins almenna
félagsskapar canadiskra kvenna
bauð fyrir bezt samda smásögu, er
lýsti æfi og baráttu búenda í Vest-
ur-Canada. Nefndi hún söguna
“Hidden Fire”, og var hún birt
samtímis í öllum helztu blöðunum
í Vestur-Canada, og auk þess í
tímaritunum “McLean’s Magazine”
og “Maple Leaf”. Sjötíu liöfund-
ar keptu um verðlaunin, en að áliti
dómaranna var saga frú Salverson
hin langbezta. Var þetta fyrsta
sagan, er út kom eftir hana á
prenti; en svo hefir síðan ein sag-
an rekið aðra og allar átt sömu vin-
sældum að fagna. Eru þessar þær
helztu, er vér kunnum að tilnefna:
“Flowers”, er birtist í tímaritinu
“Canadian Pictorial Review”, “The
Black Bird passes by”, í “The Can-
adian Bookman”, “The Greater
Gift” í dagblöðunum “Calgary Her-
ald” og “Toronto Weekly Star”.
Er þetta jólasaga einkar þýð og
fögur, en látlaus að framsetningu.
Gefur hún hinu bezta af þess hátt-
ar sögugerð ekkert eftir. Þá hafa
og birzt eftir hana ljóð í ýmsum
þessum blöðum og tímaritum, er
þykja prýðisgóð.
Hún var því orðin allvel þekt sem
rithöfundur, er meginverk hennar,
er liún hefir enn ritað, kom út á
þessu hausti, gerði liana þjóð-
kunna, en það er stærðar-skáld-
saga í átta blaða broti, 326 blað-
síður að stærð og nefnist “The
Viking Heart”. Er bók þessi gefin
út af hinu góðkunna bókaútgáfu-
félagi McClellan & Stewart í Tor-
onto. Skáldsaga þessi var eigi fyr