Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 110
76
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISPÉLAGS ÍSLENDINGA
“Námar Salómons”! Reyfari,
sem hún hafði lesið áður en hún
fermdist! En Gunnar las Bojer og
Hamsun; kunni utanað klausur úr
“Pan” og “Viktoria”. Gunnar!
Hún lyfti lokinu á “servantinum”
í horninu á skonsunni, þvoði sér
um hendurnar, leit í spegilinn. Var
hún í raun og veru svona mögur?
— nærri því gamalleg. Varð liún
aðeins tuttugu og fimm ára, næsta
afmælisdag? Gat það ekki skeð,
að hún yrði fjörutíu og fimm?
Voru annars ekki tuttugu ár síðan
að Gunnar-------Nei! þetta dugði
ekki, hún varð að fá eitthvað sem
styrkti og yki lyst.
Addi kom rétt fyrir átta, með
stóran poka af “karamellum” og
“Námar Salomons”. Hún bauð
lionum inn í skonsuna, þakkaði
honum mjög alúölega fyrir kara-
mellurnar. — Karamellur! sem hún
hafði ekki viljaö sjá, síðan hún var
stelpa í stuttum kjól. Gunnar
bauð henni aldrei annað en “Milka”
og “Konfekt”.
Hún var fegin hvað margir komu
í búðina, næsta hálftímann. Addi
var svo fjarska lítið skemtilegur;
las aldrei annað en rusl-bækur, og
lýsti því klaufalega, sem hann
liafði lesið. Hann var ekki ólagleg-
ur, var ætíð vel til fara, hreinn.
Hár hans var svart, strýslegt, þunt
ofan á liöfðinu, þó var hann að-
eins tuttugu og sjö — árinu eldri en
Gunnar. Yrði líklega sköllóttur
áður en hann yrði þrjátíu og fimm.
Einbirni, faðir hans álitinn mjög
vel efnaður, aðal gull- og úrsmið-
urinn í bænum. — Mangi á höfð-
inu!
Addi hafði verið tvö ár í Reykja-
vík, hann fór að segja henni frá
Bíó-mynd, sem hann liafði séð þar
— mynd fullri af Indíánum og
skambyssum, hún fann engan botn
í því. — Þegar hann hló, hurfu
augu lians í hrukkum, þau voru
lítil, á litinn eins og kaffirót, henni
hafði aldrei geðjast að þeim augna-
lit. Augu Gunnars voru grá. Og
Indíánarnir riðu í loftinu — Það
var ekki laust við að hann hefði
undirhöku. Hún vissi af tveim
stúlkum, sem leizt vel á hann —
skrítinn smekkur. B'laðir hans hafði
gefið honum hús uppi í Skeljagötu,
fallegt hús. Gefið honum það í af-
mælisgjöf þegar hann varð tuttugu
og fimm. Af liverju var hún að
bjóða honum að koma — fara með
honum á samkomur? Það kom
einhver inn í búðina.
Það var Begga lijá prófasti.
Húsbóndinn var að setja hnapp-
elduna á par í kvöld,” sagði hún
um leið og hún lét afganginn af
fimm krónum í vasa sinn.
“Hvern?” spurði Sveina og skelti
inn peningaskúffunni svo small í.
“Þau komu alein, eg opnaði fyr-
ir þeim, tók við sjalinu hennar.
Skoplegur ósiður að opinbera ekki
eins og skikkanlegt fólk, gifta sig
svona alveg upp úr þurru, rétt eins
og — sem það ekki var.”
Stutt málhvíld. Sveina stóð á
öndinni.
“Þetta unga fólk nú á dögum
giftir sig, þó það hafi ekki skeini —
hafi ekki bót fyrir skóinn sinn —
ætla víst að búa fyrst um sinn hjá
foreldrum Dúllu, því —
“Dúllu!”