Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 129
Veizlsum miMJaio
Eftir Jóhannes P. Pálsson, lækni.
Winnipeg-íslendingar stóðu á
öndinni. Sjálfur meistarinn var
væntanlegur til borgarinnar. En
það var Ingólfur Ægir, hinn heims-
frægi rithöfundur. Engum blöðum
var um það að fletta, að hann var
listamaður. Sögur hans og leikrit
höfðu flogið á vængjum frægðar og
snildar um heim allan. Hver ment-
aður maður í heimi vestrænnar
menningar liefði mátt fyrirverða
sig, hefði hann orðið að játa það,
að hann þekti ekki hinn íslenzka
snilling.
Ekki var hætt við því, að landar
Ingólfs í Winnipeg væru fáfróðir
um afreksverk hans. Orðstír rit-
snillingsins mikla hafði verið bá-
súnaður í hverju stórhlaði hins
enska heims; og jafnvel Danir og
Þjóðverjar liöfðu minst á hann. En
margir af eldri mönnum vorum
skilja dönsku, og hlupu þeir með
fregnina um landa sinn til íslenzku
vikublaðanna í Winnipeg; aðrir
þýddu úr ensku langar lofgreinar,
og varð liann þannig frægur meðal
Vestur-íslendinga.
Enginn vissi, hvar Ingólfur bjó.
En hæigt var að koma bréfi til hans
með því að senda það til útgáfufé-
lags þess, er gaf út bækur hans.
Var það gert af stjórnarnefnd
“Bræðrabandsins” og honum boðið
að sitja veizlu með löndum sínum
í Winnipeg.
Þarf ekki að orðlengja um rausn
þá og viðhöfn, sem undir var búið.
Þegar íslendingur hefir unnið sér
frægð á sviði listarinnar, þjóta
landar hans upp til handa og fóta
til að gefa honum, í það minsta
eina góða máltíð.
— Og þeir stóðu á öndinni.
Veizlan var haldin í veglegasta
át-sal borgarinnar; og alt prýðilega
undirbúið. Mestu og beztu landar
í Winnipeg voru samankomnir.
Sannaðist síðar eftir skýrslum hár-
skera og þeirra, sem gömul föt
hreinsa, að dagana fyrir veizluna
miklu var mikið vandað til hreins-
unar, bæði á andlitum og skott-
frökkum.
En þegar veizlukvöldið kom,
fyltist átsalurinn mikli, stundvís-
lega klukkan 8. Löng, hvít brjóst
— skyrtubrjóst — blöstu við hvar-
vetna eins og skínandi jökulbung-
ur; og silkimjúk frakka-stél blöktu
og dilluðu eins og lamba-rófur á
hlýjum vordegi.
Refill Rosti stóð vörð við dyrn-
ar, og leyfði inngöngu aðeins þeim,
sem gátu gert tilkall til félagsskap-
ar með svo fríðri sveit. En til þess
þurfti fé og fögur klæði.
Refill var maður stór og digur,
vel látinn og auðugur að fé. Mjúk-
máll var hann líka, kæ,nn og
kurteis; enda þurfti hann nú á öll-
um hinum mörgu og miklu kostum
sínum að lialda. Því sauðsvartur
almúginn hafði lesið rit heiðurs-
gestsins, og lék mjög hugur á að
líta hann augum. En það var hvort-