Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 152
118
TÍMAUIT ÞJÓÐRÆIvNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
til grasa. Af fjallagrasa-merking-
unni er afrunnin merkingin “á
næstu grösum”, því grasaleitirnar
voru nær og fjær eins og fiskimið-
in. “Harðbakki” er þar sem mæt-
ist þyktin á ljá og dengslið, upp-
slitin egg (sbr. brýna upp í harð-
bakka o. fl.); af þeirri frummerk-
ingu renna merkingarnar, sem
bókin telur. Langelda f. er tæp-
lega frá langeldatímum komið, lík-
lega er alt saman sama orðið, lang-
elda, langgelda og langhelda, því
þau rnerkja öll sama: langur og
krangalega vaxinn maður, þar af
duglaus maður, eða e-ð sem er
langt og svarar sér illa. “Gjóa aug-
um” (upp á e-n) er ef til vill nælr
gá augum (upp á e-n), líta upp á
e-n, heldur en “gjóta augum”.
Á stöku stöðum saknar maður
merkingar eða dæmis upp á merk-
ingu, og kynhrigðis og myndbrigð-
is orða, mest fyrir þá sök, að mað-
ur á góðu að venjast í þessu efni,
bókin er svo rótnæm. I dæmum
þessa er tala sett aftan við orðið
hér, til að sýna merkingarfjölda
orðsins í bókinni að viðbættri
þeirri, er getið er hér. “Aflegg-
ing”, 2, megurð, fé er í afleggingu;
“afrækir”, fugl á köldum vorum;
eftir er að “bera” af (túni); “bræö-
ingur”, 4, bleytusnjór, setti niður
augnalausan bræðing í seinustu
hríðinni; “dúr”, 3, = dús, og undir
henni ætti þá að vera: koma upp
úr dúrnum; “einsýnn”, 4, = auð-
sær; “embætta, 2, mjalta; vera
ekki við eina “fjöl” feldur, 4, ekki
úrræðalaus, ekki úti um mann;
“framskot”, 5, áfrýjun (máls) ; nú
er tekið “framúr” (vetri); taktu
framúr hestinum (beizlið af hon-
um); “frugga” f. (-u, -ur) = fruggi;
græna, 3, fl. grænur, dý; e-ð legg-
ur e-n í “gröfina”, betra og almenn-
ara en “leiðir e-n til grafar”; “haf-
áll”, 3, aflöng lægð á sjávarbotni;
“hagl” m. = “hagall”; “hald”, 19/
staða innan heimilis, — vera í
hæfrra haldi; lúta í lægra haldi;
kötturinn skýtur upp “hanginu”;
“hárga” (a), 3 = hygla, 6; “hey-
ýta”, 2, saman ýtt hey; taka
“heima” í e-u; “hlemma”, 3, hl. á
e-ð, skjóta á e-ð; “hrossa-
nál”, 2, nál til að sauma klifbera-
dýnur og meljur; “jartegn f. (-ar,
-ir) = jarteikn; “kati”, 2, hár
klettur, drangur; “kerfi”, 5, í rokk;
“kjappi”, 2, geithafur; “klá” 3, smíða
úr gulli og silfri, búa gima; sú kló
sem kunni; krögur = krökur =
“krökkur” a.; “klöngva” (-st)r
“klöngra” (-st), kregða (-u, -ur) 3;
urmull (af e-u), 4; þétt útbrot af
vatnsbólum litlum; “langimúkur”,
2, vinningur í kotru. Af orðum,
sem vanta, hafa mér liugkvæmst
þessi: asklok, óeiginleg merking..
vera undir askloki = vera með hug-
ann við matinn; hugfesta líkamleg
gæði meira en andleg, fésnös f. =
fébrúskur = “fétoppur”; flíra (-u,.
-ur) f.; flíra (-a) upp að e-m, flíra
sig upp við e-n; flírast við e-n;
klunna (-a).
Orðið “lár”, a. = lágur, hefði ekkí
átt að vera í bókinni nema getið
væri þess, að það væri ekki bókhæf
mynd, og eins hefði bókin átt að
hafa athugasemd við “híðiskrepp-
ingur”, að það ætti að réttu lagi
að vera híðkreppingur, því orða-
bókin er til þess að hjálpa til að
kenna rétt mál, en ekki afbökur.
Bckin er víst sama sem laus við
»
«