Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Blaðsíða 95
í ÞJÖÐIÍÆKNJSHUGLEIÐINGUM YESTAN HAPS
61
messu, og var hrifinn af snjallri og
gáfulegri ræðu prestsins. Og eg
gladdist yfir því, að í þessari kirkju
var engin enska sungin.
En annars fanst mér kuldalegt í
kirkjunni og ekki von að hún geti
safnað öllum löndum; veggir eru
auðir sem í óbrotnu samkomuhúsi,
og fátt sem minnir á guðshús; ekk-
ert altari eða altarisskraut, og
presturinn blátt áfram til fara eins
og óvígður prestaskólakandidat.
Mér fanst eg sakna meiri við-
hafnar og meiri auðmýktar og til-
beiðslu. “Á kné með ykkur, há-
skólalærðu menn,” sagði Vilh,
Beck, og hafði rétt.1)
En eg veit, að þetta sem eg sakn-
aði, muni smám saman koma í öll-
um kirkjum, og þá einnig altaris-
sakramentið í endurbættri mynd,
því engin kirkjuleg athöfn er meira
lirífandi og háleitari.
1) Eg er svo gertSur, at5 eg vil sjá í
hverri kirkju fagra altaristöflu og altaris-
skraut og prestinn glæsilega skrýdaan,
nóg af ljósum og litum og reykelsisilm og
fagra ort51ausa músík. Gó?5 ræt5a er gót5,
en annars nægja orgeltónarnir í snillings-
höndum til at> beygja höfut5 hvers og eins
í lotningu fyrir gut5i sínum, til at5 þakka
honum fyrir alla himnaríkissælu í þe.s.sii
lífi, lúta honum í aut5mýkt og lofa því at5
reyna at5 þóknast honum endurgjalds-
la ust.
Þ»at5 er ómögulegt at5 hugsa til þess, atS
margir fara í kirkju til þess eins at5
kvabba á gut5i um hin og þessi smávegis
aukreitis þægindi, eins og gott vet5ur og
gót5an afla et5a jafnvel “laglegan hengi-
lampa í stofuna hjá sér og 5 smálestir af
enskum steinkolum”, eins og kunningi
minn einn, sem er trúbotii, trút5i mér fyrir
at5 hann heft5i betSitS um og fengitS (í Jesú
nafni). En eitthva’ð er þó til í því, at5
hægt sé at5 hitta óskastundina.
Þó þetta komi ekki beinlínis þjótSrækn-
ismálinu við, hljóp þessi credo í pennan
hjá mér, með álíka áleitni og sálirnar
sitja um atS holdgast, eftir kenningu
Austurlanda-klerka.
Gleðilegt væ(ri ef íslendingar
gætu sótt jöfnum höndum báðar
kirkjurnar í Winnipeg — því báð-
ir kirkjuflokkar skoða það helga
skyldu að hlúa að íslenzku þjóð-
erni í lengstu lög.
XIII.
Það er augljóst, að það þarf eitt-
hvað mikið að taka tii bragðs til
að halda lífinu í íslenzku þjóðerni
hér vestra. Sóttarmörkin eru svo
mörg og alvarleg. Hér gagna eng-
ar skottulækningar, engar keiro-
praktors aðferðir eða “patent medi-
cine”, engar pillur eða plástrar,
eða (eins og séra Arnljótur heitinn
Ólafsson komst eitt sinn að orði,
út af einni húspostillu): “engir dý-
sætir svefndropar samvizkunnar,
engir gljásmurðir silkiplástrar
sannfæringarinnar og engin mýkj-
andi hægðalyf sáluhjálparinnar.”
Það þarf róttæka lækningu og ráð
í tíma tekin.
Og þó verður þjóðerninu aldrei
viðbjargað í þeirri merkingu, að
niðjar núlifandi Vestur-íslendinga
haldi áfram að tala íslenzka tungu.
Langt frá' því. Og eins og áður er
tekið fram, mundi lítið hjálpa. þó
enn byrjuðu Vesturheimsferðir að
heiman. Það dygði þá ekki nema
kæmu enn fleiri en nokkru sinni
fyr og héldu sér saman í hóp.
Eina ráðið, sem verulega gæti
hjálpað, væri, að árlega yrði hóp
af vestur-íslenzkum unglingum
gefinn kostur á að fara til íslands
og dvelja þar í góðra manna hönd-
um —2 ár. Þeir mundu við það
kynnast landi og lýð, læra málið og
læra að meta gamla landið, náttúru
þess og mentalíf þjóðarinnar.