Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 64

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1923, Síða 64
30 TÍMAŒIIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS íslendinga með dálitlum ákafa, eins og hún væri að hrinda af sér ákæjru. “Og þó bera rit þín ljósan vott um það,” sagði eg, “að þú veizt að miklum mun meira um þjóðsög- urnar íslenzku, heldur en margur, sem fæddur er og uppalinn á ís- landi. Hvernig gaztu fræðst svo vel um þau efni, án þess að læra ís- lenzku?” Frú Norton leit enn einu sinni til herra La Farge, eins og hún vildi, að hann svaraði þessari spurningu. En hann þagði eins og steinn og hleypti brúnum. “Eg skal segja þér sögu,” sagði frú Norton eftir stutta þögn og leit til mín. “Og sagan er svona: — Það var einu sinni stórt námaþorp í brattri fjallshlíð í Klettafjöllun- um.. Vorið 1879 kom þar snjóflóð mikið um miðja nótt og sópaði burtu vöruhúsi og verzlunarbúð. Flestir vöknuðu við skruðninginn, klæddu sig í snatri og gengu út. Þýða var úti og all-hvass vindur og tunglið óð í skýjum. — Menn tóku brátt eftir því, að snjódyngja mikil slútti fram yfir klettastall ofar í fjallinu, og mátti búast við að hún hlypi fram þá og þegar og sópaði burtu bjálkakofa, er stóð yzt í þorpinu á gilbarmi nálægt háum fossi. í kofanum sváfu þrír ungir málmnemar, og höfðu þeir ekki vaknað, þegar aðal-snjóskriðan hljóp fram. Sáu þeir, sem úti voru (og þeir voru margir), að mönnun- um í kofanum væí-i bráður bani búinn, ef þeir væru ekki vaktir undireins. — Yfirverkstjórinn í námaþorpinu hét Ben Red. Hann var stór og sterkur. Hann stóð yztur í mannþrönginni, kallaði hásum rómi og sagði: “Hver vill gefa sig fram og hlaupa yfir að kof- anum þarna og vekja drengina, sem sofa þar, því að annars farast þeir í snjóskriðunni, sem kemur þar innan lítillar stundar?” — Það var þögn nokkur augnablik. — “Hver vill vera hugrökk hetja og fara og bjarga lífi þriggja góðra drengja?” sagði Ben Red enn hæjrra en áður. — “Farðu sjálfur,” sagði einhver í hópnum. — “Eg á konu og fimm ung börn,” sagði Ben Red og það sljákkaði í honum. “Eg á líka fimm börn,” sagði ein- hver í mannþyrpingunni. — “Hver sem hleypur yfir í kofann og vekur mennina, skal fá það vel launað,” sagði Ben Red. — Enn liðu nokkur augnablik svo að enginn gaf sig fram. — Alt í einu vatt sér maður út úr mannþrönginni. Það var hár maður grannvaxinn, en hvatlegur á fæti, og hafði barðamikinn hatt á höfði. Hann gekk snúðugt fram hjá yfirverkstjóranum, honum Ben Red, og steig stórum skrefum í átt- ina til kofans, en hljóp þó ekki við fót. — Menn stóðu á öndinni, því að búast mátti við snjóskriðunni á hverju augnablikinu. — “Hugprúð- ur maður ,þetta,” sögðu menn ein- um rómi, en þeir sögðu það í hálf- um hljóðum. — “Hver er hann, þessi?” sagði Ben Red. En enginn þar gat svarað spurningu lians. Enginn, sem þarna var, þekti þenn- an mann. Og enginn þar hafði tek- ið eftir honum fyr en hann lagði af stað í áttina til kofans, er stóð á gilbarminum. — Altaf hvesti meir og meir. Tunglið kom fram undan svörtu skýi og það varð bjart um fáein augnablik eins og um hádeg-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.