Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1934, Side 70
52
Tímarit Þjóðrælcnisfélags íslendinga
um nefið og munninn, og svo nefið
sjálft sem var stórt á báðum (en
reyndar talsvert bogið framan á
Björnson), og loks var ekki um að
villast sama hýra mannúðarsvip-
inn hjá báðum.
Eg hugsaði mér, að úr því að
g-nð almáttugur tók sig til og skap-
aði tvö skáld, sem væru, hvort í
sínu lagi, við hæfi beggja ná-
skyldra frændþjóðanna, þá hlyti
haim að skapa bæði skáldin lík
hvort öðru—nökkut svá (eins og
fornmenn sögðu. En svo var Ib-
sen. Hann og faðir minn voru
einnig svipaðir; en það er önnur
saga að segja frá því. Því get eg þó
skotið inn, að lengi framan af hafði
faðir minn miklu meiri mætur á
Ibsen en Björnson, og því var það,
að hann réðst í að þýða Brand
(1884), en lítið sem ekkert eftir
Björnson, fyr en seinna. Eg hygg'
það liafi verið fyrst undir alda-
mótin að honum var farið að geðj-
ast betur og betur að Björnson.
Að vísu hafði honum þótt mikið
koma til A rnljóts Gellini og Sverr-
is Tconungs og margra kvæða han.s,
en þó allra mest til leikritsins Over
Evne og skáldsögunnar ágætu Paa
Guds Veje. Og í Noregsför sinni
1898 kyntist hann skáldskap Björn-
sons enn betnr.
Ekki hafði hann þó fyrir því að
heimsækja. hann þá. En liann kynt
ist í þeirri ferð mörgum góðum
Norðmönnum, sem höfðu miklar
mætur á Björnson og meðal þeirra
var t. d. skáldið Anders Hovden.
Þegar heim kom þýddi hann f jölda
af kvæðum eftir mörg norsk skáld,
ogekki sízt Björnson. Og til marks
um, að hann þá var farinn að líta
öðrum a.ugum á Björnson en áður,
má telja þýðingu lians á kvæði eft-
ir Anders Hovden um Björnson.
En sú þýðing er, að eg hygg, eins
vel gerð og hann sjálfur hefði ort
kvæðið og meint það. Það byrj-
ar svona: (Sjá Östlunds útg. III.
bls. 189):
"I-Iver er sá garpurinn gildi,
sem gnæfir viö loftin blá,
fríður sem Fáfnisbani
með fagursilfraða brá?
Sjáið þar Björnstjerne Björnson!”
“Faðir hans Noregur nefnir
þann niðja: sitt hrós og von;
hann segir: ‘Eg á nú engan
eins eigulegan son.’ ”
Og eitt versið (sem seinna hefir
verið heimfært upp á föður minn
af próf. Ama Pálssyni í heillaóska-
skeyti á áttræðisafmælinu) er
svona:
“Finst hér á viðri fold
I fólkinu dropi blóðs,
sem hann ei fjörgaði og fylti
til fagnaðar, eða til móðs?”
Það var vorið 1872, sem faðir
minn heimsótti Björnson. Hann
hafði þá um veturinn dvalið á Eng-
landi og síðan í Danmörku og vildi
nú einnig sjá Noreg áður hann
færi lieim. Hafði hann farið í
þessa löngu utanför til að létta sér
npp og reyna að láta hvarfla af
sér hinn sára harm 'eftir svipleg't
fráfall fyrstu tvegg’ja eiginkvenna
sinna, en þær misti liann á sóttar-
sæng liverja af annari. Hann var
þá prestur í Móum á Kjalarnesi
(síðan 1867) og hafði þar oft átt
erfiða daga innan um fátækt og
harðæri annað slagið; en að vísu
voru bjartir sólskinsblettir á milli,
eins og þessi vísa hans ber vott
um: